20. september 2011 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Elías Pétursson aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) aðalmaður
- Þröstur Jón Sigurðsson 1. varamaður
- Jón Guðmundur Jónsson 1. varamaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Tvær frístundalóðir við Selvatn, fyrirspurn um fjölgun húsa2011081226
Birgir Sigurjónsson spyrst 15. ágúst 2011 fyrir um það hvort fallist yrði á að leyfa þrjú sumarhús til viðbótar á tveimur lóðum í eigu hans við Selvatn, til viðbótar við hús sem nú stendur á annarri lóðinni. Frestað á 305. fundi.
Birgir Sigurjónsson spyrst 15. ágúst 2011 fyrir um það hvort fallist yrði á að leyfa þrjú sumarhús til viðbótar á tveimur lóðum í eigu hans við Selvatn, til viðbótar við hús sem nú stendur á annarri lóðinni. Frestað á 305. fundi.
Það er sjónarmið nefndarinnar að lóðir fyrir frístundahús skuli að jafnaði ekki vera minni en 0,5 ha. Lóð núverandi húss er 0,45 ha en óbyggð lóð norðan hennar er 0,5 ha. Nefndin getur því ekki fallist á að fleiri en eitt hús verði á hvorri lóð.
2. Malarplan sunnan Þrastarhöfða, kvörtun201109013
Gerður Pálsdóttir Þrastarhöfða 5 sendir 31. ágúst 2011 inn athugasemdir vegna lagningar vörubíla, hjólhýsa o.þ.h. á malarplani í eigu Eyktar sunnan Þrastarhöfða. Frestað á 305. fundi.
Gerður Pálsdóttir Þrastarhöfða 5 sendir 31. ágúst 2011 inn athugasemdir vegna lagningar vörubíla, hjólhýsa o.þ.h. á malarplani í eigu Eyktar sunnan Þrastarhöfða. Frestað á 305. fundi.
Skipulagsnefnd felur embættismönnum að ræða við landeigendur um lokun svæðisins.
3. Stórikriki 57, deiliskipulagsbreyting 2011201107051
Tillaga að deiliskipulagi, sem grenndarkynnt hafði verið með athugasemdafresti til 8. ágúst 2011, tekin fyrir að nýju. Upplýst var að athugasemd sem borist hafði, sbr. bókun á 303. fundi, hefur verið dregin til baka.
Tillaga að deiliskipulagi, sem grenndarkynnt hafði verið með athugasemdafresti til 8. ágúst 2011, tekin fyrir að nýju. Upplýst var að athugasemd sem borist hafði, sbr. bókun á 303. fundi, hefur verið dregin til baka.
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistökuferlið.
4. Lokun Áslands við Vesturlandsveg, athugasemdir íbúa2011081227
Tekið fyrir að nýju og gerð grein fyrir viðræðum við íbúa og athugun á áhrifum þess á hljóðvist hvort gatnamótin eru opin eða lokuð.
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Tekið fyrir að nýju og gerð grein fyrir viðræðum við íbúa í hverfinu. Lögð fram greinargerð Almennu Verkfræðistofunnar dags. 19.09.2011 um umferðaröryggi og hljóðvist. Fyrir liggur umsögn Vegagerðarinnar þar sem opnun gatnamótanna er alfarið hafnað.</DIV><DIV>Skipulagsnefnd tekur undir þau rök sem fram koma í framlögðum gögnum og leggst því gegn opnun gatnamótanna. Nefndin samþykkir jafnframt að boðað verði til fundar með íbúum um ástæður lokunar gatnamótanna með tilliti til umferðaröryggis og hljóðvistarmála.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
5. Frístundalóð 125499 við Hafravatn, endurnýjuð ósk um skiptingu2011081610
Lagt fram bréf skipulagsfulltrúa dags. 12. september 2011 til Bjargar Huldu Sölvadóttur, með rökstuðningi fyrir ákvörðun nefndarinnar í málinu á 305. fundi.
Lagt fram bréf skipulagsfulltrúa dags. 12. september 2011 til Bjargar Huldu Sölvadóttur, með rökstuðningi fyrir ákvörðun nefndarinnar í málinu á 305. fundi.
Lagt fram.
6. Fjarskiptahús og mastur fyrir Ríkisútvarpið ohf á Úlfarsfelli201106165
Gerð verður grein fyrir viðræðum við fulltrúa Reykjavíkurborgar um málefnið og fyrirhuguðum fundum með fulltrúum fjarskiptafyrirtækja.
Gerð var grein fyrir viðræðum við fulltrúa Reykjavíkurborgar um málefnið og fyrirhuguðum fundum með fulltrúum fjarskiptafyrirtækja.
Lagt fram.
7. Hlíðartúnshverfi, deiliskipulagsbreyting við Aðaltún201108671
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi, Þar sem lóðirnar nr. 6 og 8 við Aðaltún eru stækkaðar til suðurs en parhúsalóð nr. 2-4 minnkar og breytist í einbýlislóð.
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi þar sem lóðirnar nr. 6 og 8 við Aðaltún eru stækkaðar til suðurs en parhúsalóð nr. 2-4 minnkar og breytist í einbýlislóð.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna tillöguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
8. Aðalskipulag 2009-2030, endurskoðun á AS 2002-2024200611011
Lagðar fram umsagnir nágrannasveitarfélaga um verkefnislýsingu endurskoðunar aðalskipulags, sem send var til kynningar 12. júlí 2011.
Lagðar fram umsagnir nágrannasveitarfélaga og stofnana um verkefnislýsingu endurskoðunar aðalskipulags, sem send var til kynningar 12. júlí 2011. Stefán Ómar Jónsson mætti á fundinn undir þessum lið og gerði grein fyrir stöðu mála varðandi lögsögumörk Kópavogs og Mosfellsbæjar við Suðurlandsveg og Sandskeið.
Umsagnirnar lagðar fram. Skipulagsnefnd vísar framlögðu erindi Fornleifaverndar til þróunar- og ferðamálanefndar til upplýsingar.