21. desember 2010 kl. 07:30,
2. hæð Reykjafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Þorbjörg Inga Jónsdóttir varaformaður
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Ingibjörg B Ingólfsdóttir aðalmaður
- Gerður Pálsdóttir (GP) aðalmaður
- Kristbjörg Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði
Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá fundar
Fundargerðir til kynningar
3. Trúnaðarmálafundur - 644201012009F
Lagt fram.
4. Trúnaðarmálafundur - 645201012018F
Lagt fram.
Barnaverndarmál/Trúnaðarmál
6. Félagslegar íbúðir- úthlutun desember 2010201011232
Niðurstaða fjölskyldunefndar samkvæmt bókun í málinu.
7. Stuðningsfjölskyldur, samningar.201012220
Niðurstaða fjölskyldunefndar samkvæmt bókun í málinu.
Almenn erindi
8. Hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ200802201
1007. fundur bæjarráðs vísar erindinu til umsagnar fjölskyldunefndar þ.e. A og B leið. Á fundinum er kynnt viðhorf þátttakenda í félagsstarfinu til A og B leiðar.
Kynnt var minnisblað framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs frá 16. desember 2010, ásamt þrívíddarmyndum af aðstöðu félagsstarfsins ef leið B er valin. Með tilvísun til fyrrgreinds og bókunar fjölskyldunefndar frá 166. fundi leggur fjölskyldunefnd til við bæjarráð að við ákvörðun um aðstöðu fyrir félagsstarf eldri borgara í tengslum við byggingu hjúkrunarheimilis verði leið B valin.
9. Reglur um sérstakar húsaleigubætur201010137
Mál frestað 166. fundi nefndarinnar.
Erindi vísað af 1002. fundi bæjarráðs 28. október 2010 til umsagnar fjölskyldunefndar. Fyrir fundinum liggur minnisblað framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs frá 6. desember 2010. Fulltrúi S lista lagði fram eftirfarandi bókun: Mikilvægt er að standa vörð um velferð bæjarbúa. Vil ég gera það að tillögu minni að unnið verði áfram að því að útfæra reglur um sérstakar húsaleigubætur með það að leiðarljósi að koma til móts við þarfir bæjarbúa á stuðningi vegna þessa. Get ég því ekki samþykkt umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs óbreytta. Áheyrnarfulltrúi M lista tekur undir fyrrgreinda bókun.
Fjölskyldunefnd samþykkir með fjórum atkvæðum umsögn framkvæmdastjóra. Fjölskyldunefnd tekur undir þau sjónarmið að skoða reglur um sérstakar húsaleigubætur með það að leiðarljósi að þær mæti sem best þörfum bæjarbúa.
10. Uppgjör framlaga vegna húsaleigubóta 2009201011130
Til kynningar.
Lagt fram.
11. Fundir fjölskyldunefndar árið 2011201012219
Til kynningar.
Lagt fram.