15. apríl 2015 kl. 09:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Efri Hvoll 125445 - Umsókn um stöðuleyfi.201504176
Lára Gunnarsdóttir fh. Mosfellsbæjar sækir um stöðuleyfi fyrir aðstöðugám vagnstjóra Strætó á lóð Orkuveitunnar í landi Efra-Hvols lnr. 125445 samkvæmt framlögðum gögnum. Fyrir liggur skriflegt samþykki OR vegna fyrirhugaðrar staðsetningar gámsins. Stærð gámsins er 600 x 245 cm.
Byggingafulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið.
2. Í Elliðakotslandi Brú, umsókn um byggingarleyfi201411054
Datca ehf Fléttuvöllum 35 Hafnarfirði sækir um leyfi til að byggja / endurbyggja sumarbústað úr forsteyptum einingum á lóð nr. 125216 í landi Elliðakots í samræmi við framlögð gögn. Á fundi skipulagsnefndar 4. febrúar 2015 var samþykkt eftirfarandi bókun vegna umfjöllunar hennar um málið. "Nefndin samþykkir framlögð drög að svörum og samþykkir jafnframt að hún gerir ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi veiti byggingarleyfi skv. fyrirliggjandi umsókn þegar hann telur hönnunargögn vera orðin fullnægjandi". Stærð bústaðs: 133,2 m2, 693,5 m3.
Samþykkt.
3. Leirvogstunga 15, umsókn um byggingarleyfi201504038
Bjarni S. Guðmundsson Leirvogstungu 15 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta notkun bílgeymslu að Leirvogstungu 15 í vinnustofu í samræmi við framlögð gögn. Stærðir húss og bílgeymslu breytast ekki.
Byggingafulltrúi frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir áliti skipulagsnefndar, hvort til álita kemur að leyfa að innrétta og nýta bílgeymslu sem vinnustofu.
4. Tjarnarsel lnr. 125163, umsókn um byggingarleyfi201406267
Ingibjörg Magnúsdóttir Vallarási 2 Reykjavík sækir um leyfi fyrir útlits- stærðar- og fyrirkomulagsbreytingum á sumarbústað úr timbri og steinsteypu í landi Miðdals, lnr. 125163 samkvæmt framlögðum gögnum. Samkvæmt ákvæðum deiliskipulags er heimilt að byggja 110 m2 bústað og 20 m2 geymsluhús á lóðinni. Áðursamþykktur bústaður 62,2 m2 265,7 m3. Stærð bústaðs eftir breytingu 105,6 m2 625,3 m3.
Samþykkt.
5. Uglugata 48-50 - Umsókn um byggingarleyfi201503548
Ah. verktakar ehf Vesturási 48 Reykjavík sækja um leyfi fyrir útlits- og fyrirkomulagsbreytingum í húsinu á lóðinni nr. 48 - 50 við Uglugötu í samræmi við framlögð gögn. Heildarstærðir hússins breytast ekki.
Samþykkt