Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

22. maí 2013 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Elías Pétursson formaður
  • Ólafur Gunnarsson (ÓG) varaformaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
  • Erlendur Örn Fjeldsted aðalmaður
  • Þröstur Jón Sigurðsson 1. varamaður
  • Ólafur Guðmundsson 1. varamaður
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi.


Dagskrá fundar

Almenn erindi - umsagnir og vísanir

  • 1. Breyt­ing­ar á svæð­is­skipu­lagi 2013 vegna end­ur­skoð­un­ar að­al­skipu­lags Rvík­ur o.fl.201304385

    Með bréfi dags. 23. apríl 2013 óskar Hrafnkell Á Proppé f.h. svæðisskipulagsnefndar eftir því að Mosfellsbær samþykki meðfylgjandi tillögur að breytingum á svæðisskipulagi í auglýsingu sbr. 3. mgr. 23. gr. skipulagslaga. Bæjarráð vísaði erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar. Lögð fram drög að umsögn nefndarinnar.

    Nefnd­in sam­þykk­ir fram­lögð drög að um­sögn.

    Almenn erindi

    • 2. Dal­land, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi fyr­ir stækk­un húss.201305047

      B. Pálsson Austurstræti 18 Reykjavík sækir um leyfi til að stækka íbúðarhúsið að Dallandi samkvæmt framlögðum gögnum. Um er að ræða byggingarframkvæmd á þegar byggðu svæði þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag og hefur byggingarfulltrúi vísað erindinu til umfjöllunar skipulagsnefndar með vísun í 44. gr. skipulagslaga.

      Skipu­lags­nefnd fell­ur frá grennd­arkynn­ingu þar sem er­ind­ið varð­ar ekki hags­muni ann­arra en sveit­ar­fé­lags­ins og um­sækj­enda, sam­an­ber 3. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga. Nefnd­in ger­ir ekki at­huga­semd­ir við fyr­ir­hug­aða fram­kvæmd og að bygg­inga­full­trúi af­greiði mál­ið þeg­ar full­nægj­andi hönn­un­ar­gögn liggja fyr­ir.

      • 3. Stórikriki 29-37, fyr­ir­spurn um að breyta ein­býl­is­hús­um í par­hús á deili­skipu­lagi201211054

        Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 15.3.2013 með athugasemdafresti til 26.4.2013. Meðfylgjandi athugasemd barst, dagsett 15.4.2013 og undirrituð af 24 íbúum/húseigendum við Stórakrika. Lögð fram drög að svari.

        Nefnd­in sam­þykk­ir fram­lögð drög að svari og hafn­ar til­lögu að breyt­ingu á deili­skipu­lagi.

        • 4. Að­al­skipu­lag 2011-2030, end­ur­skoð­un á AS 2002-2024200611011

          Teknar fyrir að nýju athugasemdir við tillögu að aðalskipulagi, framhald umfjöllunar á síðustu fjórum fundum. Lögð fram tillaga að svörum. Einnig lögð fram umsögn Veðurstofu Íslands um tillögu að aðalskipulagi, dags. 15.5.2013

          Nefnd­in sam­þykk­ir fram­lögð drög að svör­um við at­huga­semd­um með þeim breyt­ing­um sem rædd­ar voru á fund­in­um en frest­ar þó að taka af­stöðu til at­huga­semda Kópa­vogs­bæj­ar um lög­sögu­mörk þar til nið­ur­staða um­fjöll­un­ar Óbyggðanefnd­ar ligg­ur fyr­ir. Nefnd­in ósk­ar eft­ir að geng­ið verði frá til­lögu að að­al­skipu­lagi í sam­ræmi við það sem fram kem­ur í svör­um við at­huga­semd­um og hún síð­an lögð fyr­ir nefnd­ina.
          Bryndís Har­alds­dótt­ir vék af fundi und­ir um­ræð­um um frí­stunda­byggð við Hafra­vatn.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00