22. maí 2013 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Elías Pétursson formaður
- Ólafur Gunnarsson (ÓG) varaformaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
- Erlendur Örn Fjeldsted aðalmaður
- Þröstur Jón Sigurðsson 1. varamaður
- Ólafur Guðmundsson 1. varamaður
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi.
Dagskrá fundar
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
1. Breytingar á svæðisskipulagi 2013 vegna endurskoðunar aðalskipulags Rvíkur o.fl.201304385
Með bréfi dags. 23. apríl 2013 óskar Hrafnkell Á Proppé f.h. svæðisskipulagsnefndar eftir því að Mosfellsbær samþykki meðfylgjandi tillögur að breytingum á svæðisskipulagi í auglýsingu sbr. 3. mgr. 23. gr. skipulagslaga. Bæjarráð vísaði erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar. Lögð fram drög að umsögn nefndarinnar.
Nefndin samþykkir framlögð drög að umsögn.
Almenn erindi
2. Dalland, umsókn um byggingarleyfi fyrir stækkun húss.201305047
B. Pálsson Austurstræti 18 Reykjavík sækir um leyfi til að stækka íbúðarhúsið að Dallandi samkvæmt framlögðum gögnum. Um er að ræða byggingarframkvæmd á þegar byggðu svæði þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag og hefur byggingarfulltrúi vísað erindinu til umfjöllunar skipulagsnefndar með vísun í 44. gr. skipulagslaga.
Skipulagsnefnd fellur frá grenndarkynningu þar sem erindið varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjenda, samanber 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga. Nefndin gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða framkvæmd og að byggingafulltrúi afgreiði málið þegar fullnægjandi hönnunargögn liggja fyrir.
3. Stórikriki 29-37, fyrirspurn um að breyta einbýlishúsum í parhús á deiliskipulagi201211054
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 15.3.2013 með athugasemdafresti til 26.4.2013. Meðfylgjandi athugasemd barst, dagsett 15.4.2013 og undirrituð af 24 íbúum/húseigendum við Stórakrika. Lögð fram drög að svari.
Nefndin samþykkir framlögð drög að svari og hafnar tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
4. Aðalskipulag 2011-2030, endurskoðun á AS 2002-2024200611011
Teknar fyrir að nýju athugasemdir við tillögu að aðalskipulagi, framhald umfjöllunar á síðustu fjórum fundum. Lögð fram tillaga að svörum. Einnig lögð fram umsögn Veðurstofu Íslands um tillögu að aðalskipulagi, dags. 15.5.2013
Nefndin samþykkir framlögð drög að svörum við athugasemdum með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum en frestar þó að taka afstöðu til athugasemda Kópavogsbæjar um lögsögumörk þar til niðurstaða umfjöllunar Óbyggðanefndar liggur fyrir. Nefndin óskar eftir að gengið verði frá tillögu að aðalskipulagi í samræmi við það sem fram kemur í svörum við athugasemdum og hún síðan lögð fyrir nefndina.
Bryndís Haraldsdóttir vék af fundi undir umræðum um frístundabyggð við Hafravatn.