Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

17. september 2015 kl. 16:15,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hreiðar Örn Zoega Stefánsson (HÖZS) formaður
  • Þórhildur Pétursdóttir (ÞP) varaformaður
  • Svala Árnadóttir (SÁ) aðalmaður
  • Jónas Þórir Þórisson aðalmaður
  • Kristín Ingibjörg Pálsdóttir (KIP) vara áheyrnarfulltrúi
  • Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar

Fundargerð ritaði

Magnea Steinunn Ingimundardóttir Verkefnastjóri


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Vina­bæj­ar­mál­efni201506088

    Helga Jónsdóttir mætir á fundinn undir þessum lið

    Á fund­inn mætti Helga Jóns­dótt­ir og fór yfir stöðu mála, kynnti breyt­ing­ar á fyr­ir­komu­lagi á nor­rænu vin­ar­bæj­ar­sam­starfi. Menn­ing­ar­mála­nefnd þakk­ar Helgu Jóns­dótt­ur fyr­ir vel unn­in störf.

  • 2. Lista­sal­ur 2016-til­lög­ur að sýn­ing­um.201506087

    Málfríður Finnbogadóttir mætir á fundinn undir þessum lið.

    Mál­fríð­ur Finn­boga­dótt­ir mætti á fund­inn og kynnti munn­lega til­lög­ur að sýn­ing­um 2016.

    • 3. Í tún­inu heima 2015201504228

      Farið yfir hátíðina, Hugrún Ósk mætir á fundinn undir þessum lið.

      Hug­rún Ósk Ólafs­dótt­ir mætti á fund­inn og fór munn­lega yfir fram­kvæmd bæj­ar­há­tíð­ar­inn­ar 2015. Menn­ing­ar­mála­nefnd þakk­ar bæj­ar­bú­um, starfs­mönn­um bæj­ar­ins, Mos­fell­ingi og öðr­um þeim að­il­um sem með þátt­töku sinni og und­ir­bún­ingi sáu til þess að bæj­ar­há­tíð­in tókst mjög vel í alla staði.

      • 5. Jafn­rétt­isáætlun Mos­fells­bæj­ar 2014-20172014081479

        Jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar var samþykkt á 635. fundi bæjarstjórnar í október 2014. Framkvæmdaáætlun var lögð fram til fjögurra ára og fylgir hér með yfirlit þar sem farið er yfir stöðu einstakra verkefna miðað við júní 2015. Lagt er upp með að fulltrúar í nefndum og ráðum kynni sér vel efni og innihald jafnréttisáætlunarinnar og kanni hvaða efnishlutar eigi við um málaflokk viðkomandi nefndar og hafi þá til hliðsjónar í stefnumótandi ákvörðunum.

        Fram­kvæmda­áætlun jafn­rétt­is­mála lögð fram.

      • 6. Menn­ing­ar­kvöld FAMOS201509303

        Lagt fram

        Sam­þykkt með 5 at­kvæð­um að fela for­stöðu­manni þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar að hafa milli­göngu með nýt­ingu FAMOS á Hlé­garði einu sinni í mán­uði í sjö skipti vet­ur­inn 2015-2016. Þetta skal gert í sam­starfi við rekstr­ar­að­ila húss­ins og vera til end­ur­skoð­un­ar að ári.

      • 7. Fundaráætlun menn­ing­ar­mála­nefnd­ar201509251

        Lagt fram til upplýsinga

        Lagt fram til kynn­ing­ar og næsti fund­ur áætl­að­ur 27. okt kl 08.

      Almenn erindi - umsagnir og vísanir

      • 4. Er­indi Sigrún­ar H. Páls­dótt­ur um að lög­manni Mos­fells­bæj­ar verði fal­ið að vinna minn­is­blað um rétt­indi og skyld­ur kjör­inna full­trúa201503509

        Á 1219. fundi bæjarráðs 9. júlí sl. var samþykkt að vísa minnisblaði lögmanns bæjarins um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa til umfjöllunar í nefndum bæjarins og var lögmanni falið að því loknu að funda með þeim nefndum sem teldu þess þröf.

        Lagt fram.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.