17. september 2015 kl. 16:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hreiðar Örn Zoega Stefánsson (HÖZS) formaður
- Þórhildur Pétursdóttir (ÞP) varaformaður
- Svala Árnadóttir (SÁ) aðalmaður
- Jónas Þórir Þórisson aðalmaður
- Kristín Ingibjörg Pálsdóttir (KIP) vara áheyrnarfulltrúi
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Magnea Steinunn Ingimundardóttir Verkefnastjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Vinabæjarmálefni201506088
Helga Jónsdóttir mætir á fundinn undir þessum lið
Á fundinn mætti Helga Jónsdóttir og fór yfir stöðu mála, kynnti breytingar á fyrirkomulagi á norrænu vinarbæjarsamstarfi. Menningarmálanefnd þakkar Helgu Jónsdóttur fyrir vel unnin störf.
2. Listasalur 2016-tillögur að sýningum.201506087
Málfríður Finnbogadóttir mætir á fundinn undir þessum lið.
Málfríður Finnbogadóttir mætti á fundinn og kynnti munnlega tillögur að sýningum 2016.
3. Í túninu heima 2015201504228
Farið yfir hátíðina, Hugrún Ósk mætir á fundinn undir þessum lið.
Hugrún Ósk Ólafsdóttir mætti á fundinn og fór munnlega yfir framkvæmd bæjarhátíðarinnar 2015. Menningarmálanefnd þakkar bæjarbúum, starfsmönnum bæjarins, Mosfellingi og öðrum þeim aðilum sem með þátttöku sinni og undirbúningi sáu til þess að bæjarhátíðin tókst mjög vel í alla staði.
5. Jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar 2014-20172014081479
Jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar var samþykkt á 635. fundi bæjarstjórnar í október 2014. Framkvæmdaáætlun var lögð fram til fjögurra ára og fylgir hér með yfirlit þar sem farið er yfir stöðu einstakra verkefna miðað við júní 2015. Lagt er upp með að fulltrúar í nefndum og ráðum kynni sér vel efni og innihald jafnréttisáætlunarinnar og kanni hvaða efnishlutar eigi við um málaflokk viðkomandi nefndar og hafi þá til hliðsjónar í stefnumótandi ákvörðunum.
Framkvæmdaáætlun jafnréttismála lögð fram.
6. Menningarkvöld FAMOS201509303
Lagt fram
Samþykkt með 5 atkvæðum að fela forstöðumanni þjónustu- og samskiptadeildar að hafa milligöngu með nýtingu FAMOS á Hlégarði einu sinni í mánuði í sjö skipti veturinn 2015-2016. Þetta skal gert í samstarfi við rekstraraðila hússins og vera til endurskoðunar að ári.
7. Fundaráætlun menningarmálanefndar201509251
Lagt fram til upplýsinga
Lagt fram til kynningar og næsti fundur áætlaður 27. okt kl 08.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
4. Erindi Sigrúnar H. Pálsdóttur um að lögmanni Mosfellsbæjar verði falið að vinna minnisblað um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa201503509
Á 1219. fundi bæjarráðs 9. júlí sl. var samþykkt að vísa minnisblaði lögmanns bæjarins um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa til umfjöllunar í nefndum bæjarins og var lögmanni falið að því loknu að funda með þeim nefndum sem teldu þess þröf.
Lagt fram.