16. maí 2012 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) 1. varamaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Iðnaðarráðuneytisins varðandi umsögn um þingsályktunartillögu um lagningu raflína í jörð201203469
Áður á dagskrá 1070. fundar bæjarráðs þar sem erindinu var vísað til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs að höfðu samráði við umhverfis- og skipulagsnefnd. Hjálögð er umsögnin.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að svara erindi Iðnaðarráðuneytisins á grundvelli umsagnar.
2. Framhaldsskóli - nýbygging2010081418
Lögð er fram til upplýsinga fyrir bæjarráð niðurstaða úr útboði vegna framhaldsskólans í Mosfellsbæ.
Til máls tóku: BH og HSv.
Lögð fram niðurstaða úr útboði um byggingu framhaldsskóla en lægsta tilboð var um 83% af kostnaðaráætlun.
3. Nýbygging við íþróttamiðstöðina að Varmá201202172
Lögð er fram niðurstaða úr útboði á jarðvinnu í íÞróttahús og óskað er heimildar til að ganga til samninga við lægstbjóðanda.
Til máls tóku: BH, HP, HSv, JS og JJB.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að ganga til samninga við lægstbjóðanda í jarðvinnu vegna nýs íþróttahúss að Varmá.
4. Stígur meðfram Vesturlandsvegi201102165
Lagt er fram minnisblað vegna 3. áganga hjólreiðastígs meðfram Vesturlandsvegi og óskað heimildar bæjarráðs til þátttöku í útboði ásamt Reykjavíkurborg og að fallist verði á að flýta framkvæmdum svo sem greint er í minnisblaðinu.
Til máls tóku: BH, HSv, JJB og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að taka þátt í sameiginlegu útboði 3. áfanga vegna hjólreiðastígs meðfram Vesturlandsvegi ásamt Vegagerðinni og Reykjavíkurborg.
5. Þjónustumiðstöð Eirhömrum - endurinnrétting201204101
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að bjóða út endurinnréttingu þjónustumiðstöðvar og félagsastöðu eldri borgara að Eirhömrum.
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: BH, JJB, JS og HSv.</DIV><DIV>Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að bjóða út endurinnréttingu þjónustumiðstöðvar og félagsaðstöðu eldriborgara að Eirhömrum.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>