Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

16. maí 2012 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
  • Hafsteinn Pálsson (HP) 1. varamaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
  • Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi Iðn­að­ar­ráðu­neyt­is­ins varð­andi um­sögn um þings­álykt­un­ar­til­lögu um lagn­ingu raflína í jörð201203469

    Áður á dagskrá 1070. fundar bæjarráðs þar sem erindinu var vísað til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs að höfðu samráði við umhverfis- og skipulagsnefnd. Hjálögð er umsögnin.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs að svara er­indi Iðn­að­ar­ráðu­neyt­is­ins á grund­velli um­sagn­ar.

    • 2. Fram­halds­skóli - ný­bygg­ing2010081418

      Lögð er fram til upplýsinga fyrir bæjarráð niðurstaða úr útboði vegna framhaldsskólans í Mosfellsbæ.

      Til máls tóku: BH og HSv.

      Lögð fram nið­ur­staða úr út­boði um bygg­ingu fram­halds­skóla en lægsta til­boð var um 83% af kostn­að­ar­áætlun.

      • 3. Ný­bygg­ing við íþróttamið­stöð­ina að Varmá201202172

        Lögð er fram niðurstaða úr útboði á jarðvinnu í íÞróttahús og óskað er heimildar til að ganga til samninga við lægstbjóðanda.

        Til máls tóku: BH, HP, HSv, JS og JJB.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að ganga til samn­inga við lægst­bjóð­anda í jarð­vinnu vegna nýs íþrótta­húss að Varmá.

        • 4. Stíg­ur með­fram Vest­ur­lands­vegi201102165

          Lagt er fram minnisblað vegna 3. áganga hjólreiðastígs meðfram Vesturlandsvegi og óskað heimildar bæjarráðs til þátttöku í útboði ásamt Reykjavíkurborg og að fallist verði á að flýta framkvæmdum svo sem greint er í minnisblaðinu.

          Til máls tóku: BH, HSv, JJB og JS.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að taka þátt í sam­eig­in­legu út­boði 3. áfanga vegna hjól­reiða­stígs með­fram Vest­ur­lands­vegi ásamt Vega­gerð­inni og Reykja­vík­ur­borg.

          • 5. Þjón­ustumið­stöð Eir­hömr­um - end­ur­inn­rétt­ing201204101

            Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að bjóða út endurinnréttingu þjónustumiðstöðvar og félagsastöðu eldri borgara að Eirhömrum.

            <DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: BH, JJB, JS og HSv.</DIV><DIV>Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að bjóða út end­ur­inn­rétt­ingu þjón­ustumið­stöðv­ar og fé­lags­að­stöðu eldri­borg­ara að Eir­hömr­um.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30