16. mars 2017 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) varamaður
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ársreikningur Strætó bs. 2016201703103
Ársreikningur Strætó bs 2016
Lagt fram.
2. Uppgjör endurvinnslustöðva 2016201703136
Uppgjör vegna reksturs endurvinnslustöðva Sorpu og sveitarfélaganna 2016.
Samþykkt með þremur atkvæðum að senda erindið til stjórnar SSH í tengslum við rekstrarúttekt á byggðasamlögunum.
3. Stórikriki - Síðari dómsmál vegna Krikaskóla.201610036
Niðurstaða dómsmála vegna Stórakrika kynnt.
Lagt fram.
4. Desjamýri 9 / Umsókn um lóð201702178
Upplýsingar frá lóðarhafa lagðar fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að hafna því að ganga til samninga við Hraunhús ehf. um úthlutun lóðarinnar að Desjamýri 9, þar sem bæjarráð hyggst ganga til samninga við annan aðila.
5. Desjamýri 9 / Umsókn um lóð201702172
Upplýsingar lóðarhafa lagðar fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að ganga til samninga við HK Verktaka ehf. um úthlutun lóðarinnar að Desjamýri 9.
6. Helgafellsskóli, Nýframkvæmd201503558
Óskað er heimildar bæjarráðs að semja við lægstbjóðanda í útboði á eftirliti og byggingarstjórnun Helgafellsskóla. Jafnframt lögð fram framvinduskýrsla.
Samþykkt með þremur atkvæðum að semja við lægstbjóðanda, Verksýn ehf., um byggingarstjórn og eftirlit við byggingu Helgafellsskóla.
Jafnframt var lögð fram framvinduskýrsla um byggingu Helgafellsskóla.
7. Nordjobb - sumarstörf 2017201703165
Nordjobb óskar eftir því að Mosfellsbær taki þátt í verkefninu og ráði tvo NOrdjobbara til starfa sumarið 2017.
Samþykkt með þremur atkvæðum að senda erindið til sameiginlegrar umsagnar framkvæmdastjóra fræðslusviðs og framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
8. Umsögn um frumvarp til laga um orlof húsmæðra (afnám laganna)201703192
Umsögn um frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
9. Yrkjusjóður - beiðni um stuðning fyrir árið 2017201611276
Bæjarráð vísaði erindinu aftur til umsagnar umhverfisnefndar. Umsögn umhverfisnefndar lögð fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að Mosfellsbær styrki Yrkjusjóð um 150 þúsund krónur, sem verði teknar af fjárheimildum fræðslusviðs.