Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

13. apríl 2016 kl. 14:00,
í Kjarna


Fundinn sátu

 • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
 • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Ála­foss­veg­ur 23/um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi f. breyt­ing­um 4. hæð201601124

  Sundlaugin hljóðver ehf. og Sigurjón Axelsson Álafossvegi 23 Mosfellsbæ sækja um leyfi til að breyta innréttingu 4. hæðar Álafossvegar 23 og innrétta þar vinnustofur og tvær íbúðir, og jafnframt að byggja kvist / sólstofu í samræmi við framlögð gögn. Stækkun húss 34,0 m3. Á fundi skipulagsnefndar 08.03.2016 var gerð eftirfarandi bókun: Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu málsins þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir enda verði tekið tillit til umsagnar Minjastofnunar varðandi áferð og efnisval á kvisti. Fyrir liggur skriflegt samþykki meðeigenda.

  Sam­þykkt.

  • 2. Desja­mýri 1/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201602080

   Mótandi ehf. Jónsgeisla 11 Reykjavík sækir um leyfi til að breyta innanhúss fyrirkomulagi og byggja áðursamþykkt atvinnuhúsnæði að Desjamýri 1 úr forsteyptum einingum í stað staðsteypu í samræmi við framlögð gögn. Stærð 1. hæð 1900,6 m2, 2. hæð 591,8 m2, 14070,6 m3.

   Sam­þykkt.

   • 3. Gerplustræti 1-5/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201604044

    Byggingarfélagið Nýhús Háholti 14 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að lækka hús um 50 cm og færa um 300 cm frá vestur- lóðamörkum auk þess að færa og stækka sorpgeymslu, hjóla og vagnageymslu. Stærð húss eftir breytingu: 6663.2 m2, 10625.8 m3.

    Sam­þykkt.

    • 4. Greni­byggð 30 / Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201604014

     Kristín Vala Ragnarsdóttir Grenibyggð 30 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta bílskúr hússins í vinnustofu í samræmi við framlögð gögn. Heildarstærðir hússins breytast ekki. Á 406. fundi skipulagsnefndar var gerð eftirfarandi bókun: Nefndin gerir ekki athugasemdir við að breytt notkun og útlitsbreytingar verði heimilaðar.

     Sam­þykkt.

     • 5. Laxa­tunga 175/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201602223

      Nýbyggingar og viðhald ehf. Kvíslartungu 33 Mosfellsbæ sækja um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum einbýlishús með sambyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 175 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn. Stærð húss: Íbúðarrými 194,3 m2, bílgeymsla 31,9 m2, 757,7 m3.

      Sam­þykkt.

      • 6. Laxa­tunga 141/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201603410

       Rut Valgeirsdóttir Lambastekk 4 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja einbýlishús og sambyggða bílgeymslu úr timbri á lóðinni nr. 141 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn. Stærð íbúðar 184,8 m2, bílgeymslu 39,8 m2, 745,3 m3.

       Sam­þykkt.

       • 7. Leir­vogstunga 4 /Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201604046

        Sigurjón B. Pálmason Klapparhlíð 26 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka svalir á húsinu að Leirvogstungu 4 í samræmi við framlögð gögn.

        Sam­þykkt.

        • 8. Leir­vogstunga 6 /Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201604047

         Sigurjón B. Pálmason Klapparhlíð 26 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka svalir á húsinu að Leirvogstungu 6 í samræmi við framlögð gögn.

         Sam­þykkt.

         • 9. Uglugata 68 /Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201604051

          Kjartan Tryggvason Litlakrika 76 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús og sambyggða bílgeymlu á lóðinni nr. 68 í samræmi við framlögð gögn. Stærð: Íbúðarrými 175,7 m2, bílgeymsla 47,2 m2, 807,2 m3. Á 394. fundi skipulagsnefndar var gerð eftirfarandi bókun vegna fyrirspurnar umsækjanda um leyfi til að byggja einnar hæðar hús á lóðinni: Nefndin tekur jákvætt í fyrirspurnina og telur að slík breyting geti fallið undir 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga um óveruleg frávik. Lóðarhafa lóðar nr. 70 verði gefinn kostur á að tjá sig um breytinguna áður en byggingar-leyfisumsókn verður samþykkt. Fyrir liggur skriflegt samþykki lóðarhafa Uglugötu 70.

          Sam­þykkt.

          • 10. Vefara­stræti 16-22/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201604148

           Eignalausnir ehf. Stórhöfða 25 Reykajvík sækja um leyfi til að stækka bílakjallara, breyta fyrirkomulagi í eldhúsum, lóðarhönnun ofl. í samræmi við framlögð gögn. Stækkun húss 7,0 m2, 26,0 m3.

           Sam­þykkt.

           Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00