18. mars 2014 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Eva Magnúsdóttir (EMa) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) aðalmaður
- Elísabet Sigurveig Ólafsdóttir (ESÓ) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Sæunn Þorsteinsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Fjalar Freyr Einarsson áheyrnarfulltrúi
- Helga Jóhanna Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Þrúður Hjelm áheyrnarfulltrúi
- Óskar Grímur Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
- Kristín Ásta Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Elísabet S Valdimarsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
- Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Niðurstöður rannsókna 2013201401414
Niðurstöður rannsókna meðal grunnskólabarna árið 2013 kynntar.
Farið var yfir skýrslu um hagi og líðan ungmenna í Mosfellsbæ árið 2013. Skýrslan er unnin af Rannsókn og greiningu. Á fundinum var mætt Ólöf Sívertssen fulltrúi Heilsuvinjar.
Gunnhildur Sæmundsdóttir skólafulltrúi fór yfir nokkur atriði sem athygli eru verð.
Fræðslunefnd telur afar mikilvægt að fá aðgengi að svo vandaðri skýrslu og mikilvægt að skýrslur sem þessar séu nýttar til stefnumótunar í málefnum barna og unglinga. Skýrslunni í heild er vísað til umsagnar í skólunum með þeirri ósk að hún fá umfjöllun meðal foreldra. Fræðslunefnd vill einnig vekja athygli Íþrótta- og tómstundanefndar á skýrslunni, sérstaklega þeim niðurstöðum er snúa að íþrótta- og tómstundastarfi.
2. Heilsueflandi samfélag201208024
Ólöf Sívertsen lýðheilsufræðingur og stjórnarformaður Heilsuvinjar kemur og kynnir stöðu verkefnisins: Mosfellsbær - heilsueflandi samfélag.
Ólöf Sívertssen fulltrúi Heilsuvinjar fór yfir stöðu verkefnisins "Mosfellsbær - heilsueflandi samfélag."
3. Heimsókn í Krikaskóla201403217
Stjórnandi og starfsfólk Krikaskóla hefur boðist til að taka á móti fræðslunefnd og fjalla um kennsluskipulag, reynslu af 200 daga skipulagi og reynslu af því að vinna á undanþáguákvæði um tímastjórnun og skipulag vinnutíma kennara.
Fræðslunefnd fór í heimsókn í Krikaskóla, skoðaði skólann og fékk fyrirlestur frá stjórnenda og starfsfólki Krikaskóla.