Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

18. mars 2014 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Eva Magnúsdóttir (EMa) formaður
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
  • Hafsteinn Pálsson (HP) aðalmaður
  • Elísabet Sigurveig Ólafsdóttir (ESÓ) aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Sæunn Þorsteinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Fjalar Freyr Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Helga Jóhanna Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þrúður Hjelm áheyrnarfulltrúi
  • Óskar Grímur Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristín Ásta Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Elísabet S Valdimarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
  • Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
  • Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs

Fundargerð ritaði

Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Nið­ur­stöð­ur rann­sókna 2013201401414

    Niðurstöður rannsókna meðal grunnskólabarna árið 2013 kynntar.

    Far­ið var yfir skýrslu um hagi og líð­an ung­menna í Mos­fells­bæ árið 2013. Skýrsl­an er unn­in af Rann­sókn og grein­ingu. Á fund­in­um var mætt Ólöf Síverts­sen full­trúi Heilsu­vinj­ar.

    Gunn­hild­ur Sæ­munds­dótt­ir skóla­full­trúi fór yfir nokk­ur at­riði sem at­hygli eru verð.

    Fræðslu­nefnd tel­ur afar mik­il­vægt að fá að­gengi að svo vand­aðri skýrslu og mik­il­vægt að skýrsl­ur sem þess­ar séu nýtt­ar til stefnu­mót­un­ar í mál­efn­um barna og ung­linga. Skýrsl­unni í heild er vísað til um­sagn­ar í skól­un­um með þeirri ósk að hún fá um­fjöllun með­al for­eldra. Fræðslu­nefnd vill einn­ig vekja at­hygli Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar á skýrsl­unni, sér­stak­lega þeim nið­ur­stöð­um er snúa að íþrótta- og tóm­stund­astarfi.

    • 2. Heilsu­efl­andi sam­fé­lag201208024

      Ólöf Sívertsen lýðheilsufræðingur og stjórnarformaður Heilsuvinjar kemur og kynnir stöðu verkefnisins: Mosfellsbær - heilsueflandi samfélag.

      Ólöf Síverts­sen full­trúi Heilsu­vinj­ar fór yfir stöðu verk­efn­is­ins "Mos­fells­bær - heilsu­efl­andi sam­fé­lag."

      • 3. Heim­sókn í Krika­skóla201403217

        Stjórnandi og starfsfólk Krikaskóla hefur boðist til að taka á móti fræðslunefnd og fjalla um kennsluskipulag, reynslu af 200 daga skipulagi og reynslu af því að vinna á undanþáguákvæði um tímastjórnun og skipulag vinnutíma kennara.

        Fræðslu­nefnd fór í heim­sókn í Krika­skóla, skoð­aði skól­ann og fékk fyr­ir­lest­ur frá stjórn­enda og starfs­fólki Krika­skóla.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00