15. desember 2011 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) formaður
- Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
- Katrín Dögg Hilmarsdóttir (KDH) aðalmaður
- Sigrún Guðmundsdóttir (SG) aðalmaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Hafsteinn Guðjónsson 2. varamaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun 2012201109236
Tillaga að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2012, sem snýr að umhverfisnefnd, lögð fram til kynningar.
Til máls tóku: BBj, ÖJ, KDH, SiG, HHG, SHP, JBH, TGG
Lögð fram til kynningar drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2012 sem snýr að umhverfismálum.
Bókun frá M-lista og S-lista: <P style="MARGIN: 0cm 0cm 10pt" class=MsoNormal><SPAN style="LINE-HEIGHT: 115%; FONT-SIZE: 12pt"><FONT face=Calibri>Fulltrúar Íbúahreyfingarinnar og Samfylkingar leggja til að fé verði sett í að meta ástand eina friðlands sveitarfélagsins (Varmárósar) og þær aðgerðir sem það mat kallar á. Einnig verði sett upp fræðsluskilti á svæðinu.<SPAN style="mso-spacerun: yes"> </SPAN>Þá verði lagt eitthvað til fræðslu um sjálfbæra þróun og<SPAN style="mso-spacerun: yes"> </SPAN>náttúruverndar almennt.<?xml:namespace prefix = o ns = "urn:schemas-microsoft-com:office:office" /><o:p></o:p></FONT></SPAN></P>
2. Tilnefning fulltrúa í vatnasvæðisnefnd201110232
Lagt fram erindi Umhverfisstofnunar varðandi tilnefningar í vatnasvæðisnefnd
Til máls tóku: BBj, ÖJ, KDH, SiG, HHG, SHP, JBH, TGGLagt fram erindi Umhverfisstofnunar varðandi tilnefningar í vatnasvæðisnefnd.
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar tilnefnir Tómas G. Gíslason umhverfisstjóra Mosfellsbæjar sem fulltrúa náttúruverndarnefndar/umhverfisnefndar Mosfellsbæjar í vatnasvæðisnefnd.
3. Frumvarpsdrög um breytingar á lögum nr. 106/2000 send til umsagnar201110271
Frumvarpsdrög um breytingar á lögum um mat á umhverfisáhrifum send til umsagnar frá bæjarráði. Umsögn skipulagsfulltrúa um sama erindi lögð fram til kynningar.
Til máls tóku: BBj, ÖJ, KDH, SiG, HHG, SHP, JBH, TGGUmhverfisráðuneytið óskar 20. október 2011 eftir umsögn Mosfellsbæjar um drög að frumvarpi um breytingar á lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Frumvarpsdrögum vísað til nefndarinnar til umsagnar af bæjarráði. Umsögn skipulagsfulltrúa um sama erindi lögð fram til kynningar.
Umsögn umhverfisnefndar fylgir erindinu.
4. Útgáfa landsáætlunar um meðhöndlun úrgangs 2012-2013201109465
Erindi Umhverfisráðuneytisins varðandi útgáfu landsáætlunar um meðhöndlun úrgangs og innleiðingu á rammatilskipun um úrgang lagt fram.
Til máls tóku: BBj, ÖJ, KDH, SiG, HHG, SHP, JBH, TGGLagt fram erindi Umhverfisráðuneytisins varðandi útgáfu landsáætlunar um meðhöndlun úrgangs og innleiðingu á rammatilskipun um úrgang.
Umhverfisnefnd óskar eftir nánari kynningu á málinu.
5. Sniðmát fyrir ársskýrslur náttúruverndarnefnda sveitarfélaga201112134
Erindi Umhverfisstofnunar vegna sniðmáts fyrir ársskýrslur náttúruverndarnefnda sveitarfélaga lagt fram.
Til máls tóku: BBj, ÖJ, KDH, SiG, HHG, SHP, JBH, TGGLagt fram til kynningar erindi Umhverfisstofnunar vegna sniðmáts fyrir ársskýrslur náttúruverndarnefnda sveitarfélaga.
6. Umsögn vegna Hvítbókar um löggjöf til verndar náttúru Íslands201112152
Opið umsagnarferli vegna Hvítbókar um löggjöf til verndar náttúru Íslands er nú í gangi og skulu umsagnir berast umhverfisráðuneytinu fyrir 15. desember næstkomandi.
Til máls tóku: BBj, ÖJ, KDH, SiG, HHG, SHP, JBH, TGGLögð fram til skoðunar drög að Hvítbók um löggjöf til verndar náttúru Íslands.
Samþykkt að veita umsögn um erindið og er umhverfisstjóra falið að koma umsögn nefndarinnar til umhverfisráðuneytisins. Umsögn nefndarinnar fylgir erindinu.
7. Tillögur af 47. sambandsþingi UMFÍ til sveitarfélaga201112021
Bæjarráð sendir erindi UMFÍ til nefndarinnar til upplýsingar.
Til máls tóku: BBj, ÖJ, KDH, SiG, HHG, SHP, JBH, TGGErindi UMFÍ vegna tillagna af sambandsþingi vísað til nefndarinnar til upplýsingar af bæjarráði.