14. október 2010 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) formaður
- Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
- Katrín Dögg Hilmarsdóttir (KDH) aðalmaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) aðalmaður
- Sigrún Guðmundsdóttir (SG) áheyrnarfulltrúi
- Anna María E Einarsdóttir 1. varamaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga árið 2010201010051
Boð til ársfundar Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga lagt fram. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar gegnir hlutverki náttúruverndarnefndar í Mosfellsbæ.
Til mál tóku: BBj, AMEE, KDH, ÖJ, SHP, SiG, JBH, TGG
Lagt fram boð Umhverfisstofnunar til ársfundar stofnunarinnar með náttúruverndarnefndum sveitarfélaga.
Umhverfisstjóra falið að senda dagskrá fundarins á fundarmenn strax þegar hún berst frá Umhverfisstofnun.
2. Refa- og minkaveiðar í Mosfellsbæ 2009-2010201009390
Skýrslur vegna refa- og minkaveiða í Mosfellsbæ 2009-2010 lagðar fram til kynningar
Til mál tóku: BBj, AMEE, KDH, ÖJ, SHP, SiG, JBH, TGG
Lagðar fram til kynningar skýrslur vegna refa- og minkaveiða í Mosfellsbæ 2009-2010.
3. Vargfuglaeyðing 2010201009374
Skýrsla vegna vargfuglaeyðinga í Mosfellsbæ 2010 lögð fram til kynningar.
Til mál tóku: BBj, AMEE, KDH, ÖJ, SHP, SiG, JBH, TGG
Lögð fram til kynningar skýrsla vegna vargfuglaeyðinga í Mosfellsbæ 2010
5. Samgönguvika 2010201009318
Umhverfisstjóri upplýsir hvernig tókst til með Evrópska Samgönguviku í Mosfellsbæ 2010
Til mál tóku: BBj, AMEE, KDH, ÖJ, SHP, SiG, JBH, TGG
Umhverfisstjóri upplýsti um nýafstaðna Evrópska Samgönguviku.
6. Landskemmdir vegna utanvegaaksturs201002011
Umhverfisstjóri upplýsir nefndina um stöðu mála varðandi aðgerðir gegn utanvegaakstri í Mosfellsbæ
Til mál tóku: BBj, AMEE, KDH, ÖJ, SHP, SiG, JBH, TGG
Umhverfisstjóri upplýsti umhverfisnefnd um stöðu mála varðandi aðgerðir gegn utanvegaakstri í Mosfellsbæ.
7. Svæði fyrir lausa hunda í Mosfellsbæ201005206
Umhverfisstjóri gerir grein fyrir samantekt vegna mögulegra svæða fyrir lausa hunda, sem Skipulags- og byggingarnefnd óskaði eftir og vísaði síðan til umfjöllunar í umhverfisnefnd.
Til mál tóku: BBj, AMEE, KDH, ÖJ, SHP, SiG, JBH, TGG
<SPAN class=xpbarcomment>Umhverfisstjóri gerði grein fyrir samantekt vegna mögulegra svæða fyrir lausa hunda, sem Skipulags- og byggingarnefnd óskaði eftir og vísaði síðan til umfjöllunar í umhverfisnefnd.</SPAN>
<SPAN class=xpbarcomment>Umhverfisnefnd er jákvæð fyrir því að málið verði skoðað nánar og leggur til að gerð verði könnun meðal hundeigenda um þörf á slíku svæði. Ennfremur að skoðaður verði nánar kostnaður við uppsetningu á slíkum svæðum.</SPAN>
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
4. Fjölskyldustefna Mosfellsbæjar200509178
Drög að Fjölskyldustefnu Mosfellsbæjar lögð fram til umsagnar
Til mál tóku: BBj, AMEE, KDH, ÖJ, SHP, SiG, JBH, TGG
Drög að Fjölskyldustefnu Mosfellsbæjar lögð fram til kynningar.
Umhverfisnefnd telur að þeir kaflar sem snúa að umhverfismálum í framkvæmdaáætluninni mættu vera ítarlegri og skýrari og leggur til að sá kafli verði endurskoðaður í samráði við umhverfisnefnd.