13. desember 2012 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hreiðar Örn Zoega Stefánsson (HÖZS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Jónas Þórir Þórisson aðalmaður
- Sæunn Þorsteinsdóttir aðalmaður
- Bjarni Þór Ólafsson 1. varamaður
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Hestamannafélagsins Harðar vegna útgáfu á sögu félagsins201211059
Bæjarráð vísar erindi Hestamannafélagsins Harðar, þar sem óskað er eftir styrk bæjarins vegna útgáfu á bókar í tilefni af 60 ára sögu félagsins, til umsagnar menningarmálanefndar.
Bæjarráð vísar erindi Hestamannafélagsins Harðar, þar sem óskað er eftir styrk bæjarins vegna útgáfu á bókar í tilefni af 60 ára sögu félagsins, til umsagnar menningarmálanefndar.
Til máls tóku: HÖZS, BBr, JÞÞ, SÞo, BÞÓ, BÞÞ.
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar er fylgjandi ritun á sögu hestamannafélagsins Harðar. En bolmagn Menningarmálanefndar og Lista- og menningarsjóðs leyfir ekki að stutt verði við þetta verkefni.
2. Snorraverkefnið styrkbeiðni vegna ársins 2013201211094
Bæjarráð vísar erindinu um Snorraverkefnið sem rekið er af þjóðræknisfélagi Íslendinga og Norræna félaginu á Íslandi til menningarmálanefndar til umsagnar.
Bæjarráð vísar erindinu um Snorraverkefnið sem rekið er af þjóðræknisfélagi Íslendinga og Norræna félaginu á Íslandi til menningarmálanefndar til umsagnar.
Til máls tóku: HÖZS, BBr, JÞÞ, SÞo, BÞÓ, BÞÞ.
Umsögnin send bæjarráði.
3. Erindi vegna heimasíðu um Guðmund frá Miðdal201212061
Ósk um styrk við heimasíðugerð um Guðmund Einarsson frá Miðdal
Ósk um styrk við heimasíðugerð um Guðmund Einarsson frá Miðdal.
Til máls tóku: HÖZS, BBr, JÞÞ, SÞo, BÞÓ, BÞÞ.
Vinnuhópnum um undirbúning heimasíðugerðarinnar vísað á árlega styrkúthlutun menningarmálanefndar.
4. Þrettándinn 2013201212089
Nefndin ræðir tímasetningu dagskrár á þrettándagleði Mosfellinga 2013.
Nefndin ræddi tímasetningu dagskrár á þrettándagleði Mosfellinga 2013.
Til máls tóku: HÖZS, BBr, JÞÞ, SÞo, BÞÓ, BÞÞ.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tímasetning verði óbreytt frá fyrra ári og hefjist kl. 18:00. Nefndin vísar til skoðanakönnunar sl. ár, sem var mjög afgerandi. Enn fremur telur nefndin að rétt sé að skoða málið enn á ný á nýju ári og jafnvel fara þá leið að festa þrettándagleði á vikudegi, þá helst um helgi. Þetta þekkist í öðrum sveitarfélögum.