12. maí 2011 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) 1. varamaður
- Hanna Bjartmars Arnardóttir 1. varamaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Umferðaröryggi við Lágafellsskóla201105018
Áður á dagskrá 1027. fundar bæjarráðs og þá frestað.
Til máls tóku: BH, HP, HBA, JJB og KT.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar skipulagsnefndar og jafnframt verði bréfriturum kynntar framkomnar tillögur.
2. Erindi Jóhannesar B. Edvarðssonar varðandi Smiðjuna, handverkstæði á Álafossi201005085
Síðast á dagskrá 985. fundar bæjarráðs þar sem bæjarstjóra og framkvæmdastjóra umhverfissviðs var falið að ræða við bréfritara um málið. Hjálögð er umsögn í málinu.
Til máls tóku: BH, HBA, HP, JJB og KT.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að svara bréfritara í samræmi við umræður á fundinum.
3. Erindi Alþingis, umsagnarbeiðni varðandi frumvarp til laga um réttindagæslu fyrir fatlað fólk201104156
Áður á dagskrá 1026. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs. Umsögnin er hjálögð.
Til máls tók: BH.
Samþykkt með þremur atkvæðum að senda fyrirliggjandi umsögn til Alþingis.
4. Erindi Alþingis, umsagnarbeiðni vegna frumvarps til laga um vatnalög og rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu201104153
Áður á dagskrá 1026. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs. Umgögnin er hjálögð.
Fyrir liggur umsögn þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við fyrirliggjandi frumvarpsdrög.
5. Umsókn um styrk við gerð fræðaslumyndar um sjálfsvíg og afleiðingar þeirra201104238
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu fjölskyldu- og fræðslunefnda.
6. Þriggja mánaða uppgjör SHB201105053
Til máls tóku: BH og HP.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar fjármálastjóra.
7. Erindi vegna eignarhlutar - Hraðastaðir 1201105055
Til máls tóku: BH og HP.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og bæjarstjóra.
8. Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2000-2012201105059
Til máls tók: BH.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til skipulagsnefndar. Hvað varðar texta sem er að finna á blaðsíðu 4 í verkefnislýsingu fyrir endurskoðun<BR>aðalskipulags Kópavogs varðandi lögsögumörk, vísar bæjarráð til þess að núna er að hefjast hjá Óbyggðanefnd ferli til að leysa úr ágreiningi um þau.
9. Beiðni um styrk vegna álfasölu201105065
Til máls tók: BH.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu fjölskyldunefndar.
10. Styrkumsókn vegna Ástráðs, forvarnarstarfs læknanema201105069
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu fjölskyldunefndar.