11. desember 2014 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Fundargerð ritaði
Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Landgræðslunnar-Uppgræðsla í beitarhólfinu á Mosfellsheiði201412118
Óskað eftir þátttöku Mosfellsbæjar í kostnaði sem fylgir verkefninu.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa málinu til SSH og umhverfisnefndar.
2. Erindi Lögreglustjórans-ósk um samstarf bæjaryfirvalda í málefnum er varða heimilisofbeldi201412143
Erindi Lögreglustjórans-ósk um samstarf bæjaryfirvalda í málefnum er varða heimilisofbeldi.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til fjölskyldunefndar og framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs til umsagnar og afgreiðslu.
3. Leirvogstunga, fyrirspurn um breytingar á deiliskipulagi201305195
Minnisblöð frá skipulagsfulltrúa og framkvæmdastjóra umhverfissviðs þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til þess að ganga frá samkomulagi við LT lóðir.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila framkvæmdastjóra umhverfissviðs að ganga frá samkomulagi við LT-lóðir vegna kostnaðar sem til fellur í kjölfar breytinga á deiliskipulagi í Leirvogstungu.
4. Ráðning lögmanns201412214
Ráðning lögmanns til Mosfellsbæjar sett á dagskrá að ósk Sigrúnar H. Pálsdóttur
Á fundinn undir þessum lið mættu Aldís Stefánsdóttir forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar og Sigríður Indriðadóttir mannauðsstjóri og upplýstu um ráðningarferli lögmanns hjá Mosfellsbæ. Upplýst var að Sigurður Snædal Júlíusson hafi verið ráðinn til starfsins og óskar bæjarráð honum velfarnaðar í starfi.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar
Fulltrúi M-lista leggur til að ráðning lögmanns fari fram á vettvangi bæjarstjórnar. Ljóst er að lögmaður verður einn af lykilstarfsmönnum Mosfellsbæjar. Hann mun að hluta gegna störfum sem framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs gegndi áður. Það hlutverk lögmanns að vera aðstoðarmaður bæjarfulltrúa krefst ákveðins hlutleysis, þ.e. að jafnræðis sé gætt í störfum fyrir bæjarfulltrúa allra framboða. Þar sem stjóri er jafnframt bæjarfulltrúi eins stjórnmálaflokks er það ávísun á hagsmunaárekstur að bæjarlögmaður sé undirmaður hans. Frá sjónarhóli góðrar stjórnsýslu ætti embættið því að heyra undir fjölskipaða bæjarstjórn, en ekki bæjarstjóra.
Skv. 55. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 er bæjarstjóri "æðsti yfirmaður annars starfsliðs sveitarfélagsins."*
Skv. 56. gr. sömu laga ræður sveitarstjórn ,,starfsmenn í æðstu stjórnunarstöður hjá sveitarfélagi." Í greinargerð með frumvarpinu er sérstaklega tekið fram að bæjarstjóri fari ,,ekki með yfirstjórn sveitarfélagsins." Jafnframt er hlutverk bæjarstjórnar í tengslum við ráðningar nánar útfært, þ.e. að bæjarstjórn "ráði framkvæmdastjórana og svo eftir atvikum fáa aðra lykilstjórnendur."Starf bæjarlögmanns hlýtur eðli málsins samkvæmt að falla undir þá skilgreiningu að hann sé einn fárra lykilstjórnenda. Það er því tillaga Íbúahreyfingarinnar að bæjarstjórn sjái alfarið um skipa í stöðu bæjarlögmanns.*Þessi setning hefur reyndar eitthvað skolast til í 48. gr. samþykktar um stjórn Mosfellsbæjar því þar er búið að fella út orðið annars en það hefur afgerandi þýðingu þegar kemur að því að skilgreina hlutverk bæjarstjóra.
Tillaga M-lista felld með tveimur atkvæðum.
Bókun fulltrúa D- og V-lista:
Tillaga M-lista gengur þvert gegn samþykktum bæjarins og nýsamþykktu skipuriti bæjarins.