Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

11. desember 2014 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs

Fundargerð ritaði

Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi Land­græðsl­unn­ar-Upp­græðsla í beit­ar­hólfinu á Mos­fells­heiði201412118

    Óskað eftir þátttöku Mosfellsbæjar í kostnaði sem fylgir verkefninu.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa mál­inu til SSH og um­hverf­is­nefnd­ar.

    • 2. Er­indi Lög­reglu­stjór­ans-ósk um sam­st­arf bæj­ar­yf­ir­valda í mál­efn­um er varða heim­il­isof­beldi201412143

      Erindi Lögreglustjórans-ósk um samstarf bæjaryfirvalda í málefnum er varða heimilisofbeldi.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fjöl­skyldu­nefnd­ar og fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs til um­sagn­ar og af­greiðslu.

      • 3. Leir­vogstunga, fyr­ir­spurn um breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi201305195

        Minnisblöð frá skipulagsfulltrúa og framkvæmdastjóra umhverfissviðs þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til þess að ganga frá samkomulagi við LT lóðir.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs að ganga frá sam­komu­lagi við LT-lóð­ir vegna kostn­að­ar sem til fell­ur í kjöl­far breyt­inga á deili­skipu­lagi í Leir­vogstungu.

        • 4. Ráðn­ing lög­manns201412214

          Ráðning lögmanns til Mosfellsbæjar sett á dagskrá að ósk Sigrúnar H. Pálsdóttur

          Á fund­inn und­ir þess­um lið mættu Aldís Stef­áns­dótt­ir for­stöðu­mað­ur þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar og Sig­ríð­ur Ind­riða­dótt­ir mannauðs­stjóri og upp­lýstu um ráðn­ing­ar­ferli lög­manns hjá Mos­fells­bæ. Upp­lýst var að Sig­urð­ur Snæ­dal Júlí­us­son hafi ver­ið ráð­inn til starfs­ins og ósk­ar bæj­ar­ráð hon­um velfarn­að­ar í starfi.

          Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
          Full­trúi M-lista legg­ur til að ráðn­ing lög­manns fari fram á vett­vangi bæj­ar­stjórn­ar. Ljóst er að lög­mað­ur verð­ur einn af lyk­il­starfs­mönn­um Mos­fells­bæj­ar. Hann mun að hluta gegna störf­um sem fram­kvæmda­stjóri stjórn­sýslu­sviðs gegndi áður. Það hlut­verk lög­manns að vera að­stoð­ar­mað­ur bæj­ar­full­trúa krefst ákveð­ins hlut­leys­is, þ.e. að jafn­ræð­is sé gætt í störf­um fyr­ir bæj­ar­full­trúa allra fram­boða. Þar sem stjóri er jafn­framt bæj­ar­full­trúi eins stjórn­mála­flokks er það ávís­un á hags­muna­árekst­ur að bæj­ar­lög­mað­ur sé und­ir­mað­ur hans. Frá sjón­ar­hóli góðr­ar stjórn­sýslu ætti embætt­ið því að heyra und­ir fjöl­skip­aða bæj­ar­stjórn, en ekki bæj­ar­stjóra.
          Skv. 55. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138/2011 er bæj­ar­stjóri "æðsti yf­ir­mað­ur ann­ars starfs­liðs sveit­ar­fé­lags­ins."*
          Skv. 56. gr. sömu laga ræð­ur sveit­ar­stjórn ,,starfs­menn í æðstu stjórn­un­ar­stöð­ur hjá sveit­ar­fé­lagi." Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu er sér­stak­lega tek­ið fram að bæj­ar­stjóri fari ,,ekki með yf­ir­stjórn sveit­ar­fé­lags­ins." Jafn­framt er hlut­verk bæj­ar­stjórn­ar í tengsl­um við ráðn­ing­ar nán­ar út­fært, þ.e. að bæj­ar­stjórn "ráði fram­kvæmda­stjór­ana og svo eft­ir at­vik­um fáa aðra lyk­il­stjórn­end­ur."Starf bæj­ar­lög­manns hlýt­ur eðli máls­ins sam­kvæmt að falla und­ir þá skil­grein­ingu að hann sé einn fárra lyk­il­stjórn­enda. Það er því til­laga Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar að bæj­ar­stjórn sjái al­far­ið um skipa í stöðu bæj­ar­lög­manns.

          *Þessi setn­ing hef­ur reynd­ar eitt­hvað skolast til í 48. gr. sam­þykkt­ar um stjórn Mos­fells­bæj­ar því þar er búið að fella út orð­ið ann­ars en það hef­ur af­ger­andi þýð­ingu þeg­ar kem­ur að því að skil­greina hlut­verk bæj­ar­stjóra.

          Til­laga M-lista felld með tveim­ur at­kvæð­um.

          Bók­un full­trúa D- og V-lista:
          Til­laga M-lista geng­ur þvert gegn sam­þykkt­um bæj­ar­ins og ný­sam­þykktu skipu­riti bæj­ar­ins.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.