10. desember 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varamaður
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Sveins Óskars Sigurðssonar vegna erindis sent til lögmanns bæjarins.201505152
Úrskurður Innanríkisráðuneytisins vegna kæru Sveins Óskars Sigurðssonar lagður fram til kynningar.
Lagt fram.
2. Fyrirspurn um færslu ljósastaura og fleira í Kvíslartungu201507221
Lögð er fyrir áætlun VERKÍS um fækkun ljósastaura í leirvogstunguhverfi ásamt umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs. Leitað hefur verið álits hjá landslagshönnuði hverfisins, skipulagsráðgjafa sem og Íbúasamtökum Leirvogstungu.
Frestað.
3. Helgafellsskóli201503558
Greint frá undirbúningi vinnu við Helgafellsskóla. Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að hefja vinnu við undirbúning útboðs ásamt því að fjárhagsleg áhrif framkvæmdar verði metin í samræmi við sveitarstjórnalög.
Samþykkt með þremur atkvæðum að hefja vinnu við mat á áhrifum byggingar nýs Helgafellsskóla á fjárhag bæjarins í samræmi við 66. gr. sveitarstjórnarlaga. Jafnframt samþykkt að hefja undirbúning útboðs á hönnun nýs Helgafellsskóla er taki mið af fyrirliggjandi þarfagreiningu. Einnig óskar bæjarráð eftir því að framkvæmdastjórar umhverfissviðs og fræðslusviðs mæti á næsta fund bæjarráðs til að fara yfir málið.
4. Ósk um styrk til bifreiðakaupa201512073
Björgunarsveitin Kyndill sækir um styrk til kaupa á nýjum útkallsbíl.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar.
5. Skálatúnsheimilið - ósk um skráningu íbúða201510231
Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um erindi um að hluti húseigna Skálatúns verði skráðar sem íbúðir/íbúaðarhúsnæð lögð fram.
Frestað.
6. Erindi Reykvískra lögmanna vegna akstursþónustu fatlaðs fólks201512061
Erindi Reykvískra lögmanna rammasamnings Strætó bs. um akstur fatlaðs fólks.
Lagt fram.