9. apríl 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Snædal Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Umsóknir um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka 2015201501817
Umsóknir um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka 2015. Minnisblað tómstundafulltrúa lagt fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að veita styrki til greiðslu fasteignaskatts í samræmi við framlagt minnisblað.
2. Lýðræðisstefna Mosfellsbæjar201206254
Endurskoðuð Lýðræðisstefna lögð fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum endurskoðaða lýðræðisstefnu.
3. Umsóknir um fjárframlög til lista- og menningarstarfsemi201412346
Á 188. fundi menningarmálanefndar var bókað að nefndin væri jákvæð gagnvart umsókn um fjárframlag í lista- og menningarsjóð sem varðar Álafossþorpið en vísaði henni til umfjöllunar í bæjarráði vegna umfangs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa fyrirliggjandi umsókn til umsagnar þróunar- og ferðamálanefndar.
4. Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um að draga úr plastpokanotkun201503385
Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um að draga úr plastpokanotkun.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umhverfisnefndar til upplýsingar.
5. Erindi Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu vegna umsóknar um rekstarleyfi201503565
Beiðni Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um umsögn vegna endurnýjunar á rekstarleyfi vegna heimagistingar að Bæjarási 5 lögð fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindi vegna heimagistingar að Bæjarási 5 til umsagnar og afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi staðfestingu á því að afgreiðslutími og staðsetning umræddrar heimagistingar sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag Mosfellsbæjar segja til um og önnur atriði sem kunna að skipta máli.
6. Erindi Sigrúnar H. Pálsdóttur um að lögmanni Mosfellsbæjar verði falið að vinna minnisblað um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa201503509
Ósk um að bæjarlögmaður vinni minnisblað um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela lögmanni bæjarins að vinna minnisblað um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa.
7. Heilsueflandi samfélag201208024
Ólöf Sívertsen frá Heilsuvin ehf kemur og kynnir stöðu og markmið verkefnisins.
Ólöf Sívertsen frá Heilsuvin og Aldís Stefánsdóttir, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar, mæta á fundinn undir þessum lið.
Fram fór kynning á stöðu heilsueflandi samfélags.
8. Grjótnám í Seljadal, kæra til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála á veitingu framkvæmdaleyfis201411198
Úrskurður ÚUA vegna kæru á veitingu framkvæmdaleyfis fyrir efnistöku úr grótnámu í Seljadal lagður fram.
Lagt fram.