Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

9. apríl 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Sigurður Snædal Júlíusson


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Um­sókn­ir um styrk til greiðslu fast­eigna­skatts til fé­laga og fé­laga­sam­taka 2015201501817

    Umsóknir um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka 2015. Minnisblað tómstundafulltrúa lagt fram.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að veita styrki til greiðslu fast­eigna­skatts í sam­ræmi við fram­lagt minn­is­blað.

    • 2. Lýð­ræð­is­stefna Mos­fells­bæj­ar201206254

      Endurskoðuð Lýðræðisstefna lögð fram til samþykktar.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um end­ur­skoð­aða lýð­ræð­is­stefnu.

    • 3. Um­sókn­ir um fjár­fram­lög til lista- og menn­ing­ar­starf­semi201412346

      Á 188. fundi menningarmálanefndar var bókað að nefndin væri jákvæð gagnvart umsókn um fjárframlag í lista- og menningarsjóð sem varðar Álafossþorpið en vísaði henni til umfjöllunar í bæjarráði vegna umfangs.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa fyr­ir­liggj­andi um­sókn til um­sagn­ar þró­un­ar- og ferða­mála­nefnd­ar.

      • 4. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um til­lögu til þings­álykt­un­ar um að draga úr plast­poka­notk­un201503385

        Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um að draga úr plastpokanotkun.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­hverf­is­nefnd­ar til upp­lýs­ing­ar.

        • 5. Er­indi Sýslu­manns­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu vegna um­sókn­ar um rekst­ar­leyfi201503565

          Beiðni Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um umsögn vegna endurnýjunar á rekstarleyfi vegna heimagistingar að Bæjarási 5 lögð fram.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­indi vegna heimag­ist­ing­ar að Bæj­ar­ási 5 til um­sagn­ar og af­greiðslu skipu­lags­nefnd­ar varð­andi stað­fest­ingu á því að af­greiðslu­tími og stað­setn­ing um­ræddr­ar heimag­ist­ing­ar sé inn­an þeirra marka sem regl­ur og skipu­lag Mos­fells­bæj­ar segja til um og önn­ur at­riði sem kunna að skipta máli.

          • 6. Er­indi Sigrún­ar H. Páls­dótt­ur um að lög­manni Mos­fells­bæj­ar verði fal­ið að vinna minn­is­blað um rétt­indi og skyld­ur kjör­inna full­trúa201503509

            Ósk um að bæjarlögmaður vinni minnisblað um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela lög­manni bæj­ar­ins að vinna minn­is­blað um rétt­indi og skyld­ur kjör­inna full­trúa.

            • 7. Heilsu­efl­andi sam­fé­lag201208024

              Ólöf Sívertsen frá Heilsuvin ehf kemur og kynnir stöðu og markmið verkefnisins.

              Ólöf Sívertsen frá Heilsu­vin og Aldís Stef­áns­dótt­ir, for­stöðu­mað­ur þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar, mæta á fund­inn und­ir þess­um lið.

              Fram fór kynn­ing á stöðu heilsu­efl­andi sam­fé­lags.

              • 8. Grjót­nám í Selja­dal, kæra til Úr­skurð­ar­nefnd­ar um­hverf­is- og auð­linda­mála á veit­ingu fram­kvæmda­leyf­is201411198

                Úrskurður ÚUA vegna kæru á veitingu framkvæmdaleyfis fyrir efnistöku úr grótnámu í Seljadal lagður fram.

                Lagt fram.

                Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.