14. nóvember 2012 kl. 17:00,
4. hæð Mosfell
Fundinn sátu
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) formaður
- Haraldur Haraldsson varaformaður
- Sigurður L Einarsson aðalmaður
- Birta Jóhannesdóttir (BJó) áheyrnarfulltrúi
- Guðjón Magnússon 1. varamaður
- Hjalti Árnason 1. varamaður
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður kynningarmála
Fundargerð ritaði
Aldís Stefánsdóttir Forstöðumaður þjónustu- og kynningamála
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2013 til 2016201205141
Farið yfir fjárhagsáætlun ársins 2013.
Farið yfir fjárhagsáætlun ársins 2013.
Til máls tóku. RBG HH BJó
Áætlunin lögð fram.
2. Heilsueflandi samfélag201208024
Íbúahreyfingin leggur fram eftirfarandi bókun:
Íbúahreyfingin telur að samningur Mosfellsbæjar og Heilsuvinar hafi ekki nóg skýr og afmörkuð markmið, að ekki hafi komið fram nægjanlegar upplýsingar um málið einnig teljum við að í samningnum felist hagsmunaárekstur. Þar að auki hefur málið ekki fengið eðlilega lýðræðislega umfjöllun innan stjórnsýslunnar þar sem það birtist fyrst á hátíðarbæjarstjórnarfundi án undanfara hjá nefndinni.
Í kjölfar nýrra upplýsinga frá stjórnarmanni í Heilsuvin óskum við eftir nákvæmari upplýsingum um fyrirhugað samstarf við Landlæknisembættið og einnig teljum við að það þurfi að vera ljóst fyrirfram hverjir eiga að vinna að þeim skýrslum sem samningurinn felur í sér. Er einhver samningur á milli Heilsuvinar og Landlæknis? Hvaða áætlun er það sem þetta fellur inní hjá þeim? Þá finnst okkur nauðsynlegt að ljóst sé hverjir vinna verkefnin.
Heilsuvin er hagsmunafélag sem hefur það að markmiði "að efla atvinnuuppbyggingu í hvers kyns heilsutengdri þjónustu með öflugu samstarfi í þróunar- og markaðsmálum". Félagið er sem sagt hagsmuna- og markaðssetningarfélag en ekki rannsóknarstofnun. Við teljum í hæsta máta óeðlilegt að félag sem stofnað er til samstarfs í markaðsmálum sé að vinna vísindastarf fyrir bæjarfélagið, ekki síst þar sem skýrslan mun einmitt hafa áhrif á markaðssvæði félagsins. Þarna er beinn hagsmunaárekstur þar sem verið er að blanda saman lýðheilsumarkmiðum Mosfellsbæjar og hagsmunum aðila sem eru í viðskiptum á þessu sviði.
Ég ítreka að Íbúahreyfingin leggst ekki á móti verkefninu sem slíku heldur vinnubrögðum Mosfellsbæjar í þessu máli.Fulltrúar D og V lista leggja fram eftirfarandi bókun:
Meirihluti D og V lista furða sig á framkominni bókun fulltrúa íbúahreyfingarinnar, þar sem samningur þessi var samþykktur samhljóða með viðauka á 26. fundi Þróunar og ferðamálanefndar þann 29.október 2012.