Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

14. nóvember 2012 kl. 17:00,
4. hæð Mosfell


Fundinn sátu

  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) formaður
  • Haraldur Haraldsson varaformaður
  • Sigurður L Einarsson aðalmaður
  • Birta Jóhannesdóttir (BJó) áheyrnarfulltrúi
  • Guðjón Magnússon 1. varamaður
  • Hjalti Árnason 1. varamaður
  • Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður kynningarmála

Fundargerð ritaði

Aldís Stefánsdóttir Forstöðumaður þjónustu- og kynningamála


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2013 til 2016201205141

    Farið yfir fjárhagsáætlun ársins 2013.

    Far­ið yfir fjár­hags­áætlun árs­ins 2013.

    Til máls tóku. RBG HH BJó

    Áætl­un­in lögð fram.

    • 2. Heilsu­efl­andi sam­fé­lag201208024

      Íbúa­hreyf­ing­in legg­ur fram eft­ir­far­andi bók­un:

      Íbúa­hreyf­ing­in tel­ur að samn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar og Heilsu­vin­ar hafi ekki nóg skýr og af­mörk­uð markmið, að ekki hafi kom­ið fram nægj­an­leg­ar upp­lýs­ing­ar um mál­ið einn­ig telj­um við að í samn­ingn­um fel­ist hags­muna­árekst­ur. Þar að auki hef­ur mál­ið ekki feng­ið eðli­lega lýð­ræð­is­lega um­fjöllun inn­an stjórn­sýsl­unn­ar þar sem það birt­ist fyrst á há­tíð­ar­bæj­ar­stjórn­ar­fundi án und­an­fara hjá nefnd­inni.
      Í kjöl­far nýrra upp­lýs­inga frá stjórn­ar­manni í Heilsu­vin ósk­um við eft­ir ná­kvæm­ari upp­lýs­ing­um um fyr­ir­hug­að sam­st­arf við Land­læknisembætt­ið og einn­ig telj­um við að það þurfi að vera ljóst fyr­ir­fram hverj­ir eiga að vinna að þeim skýrsl­um sem samn­ing­ur­inn fel­ur í sér. Er ein­hver samn­ing­ur á milli Heilsu­vin­ar og Land­lækn­is? Hvaða áætlun er það sem þetta fell­ur inní hjá þeim? Þá finnst okk­ur nauð­syn­legt að ljóst sé hverj­ir vinna verk­efn­in.
      Heilsu­vin er hags­muna­fé­lag sem hef­ur það að mark­miði "að efla at­vinnu­upp­bygg­ingu í hvers kyns heilsu­tengdri þjón­ustu með öfl­ugu sam­starfi í þró­un­ar- og mark­aðs­mál­um". Fé­lag­ið er sem sagt hags­muna- og mark­aðs­setn­ing­ar­fé­lag en ekki rann­sókn­ar­stofn­un. Við telj­um í hæsta máta óeðli­legt að fé­lag sem stofn­að er til sam­starfs í mark­aðs­mál­um sé að vinna vís­indast­arf fyr­ir bæj­ar­fé­lag­ið, ekki síst þar sem skýrsl­an mun ein­mitt hafa áhrif á mark­aðs­svæði fé­lags­ins. Þarna er beinn hags­muna­árekst­ur þar sem ver­ið er að blanda sam­an lýð­heil­su­mark­mið­um Mos­fells­bæj­ar og hags­mun­um að­ila sem eru í við­skipt­um á þessu sviði.
      Ég ít­reka að Íbúa­hreyf­ing­in leggst ekki á móti verk­efn­inu sem slíku held­ur vinnu­brögð­um Mos­fells­bæj­ar í þessu máli.

      Full­trú­ar D og V lista leggja fram eft­ir­far­andi bók­un:

      Meiri­hluti D og V lista furða sig á fram­kom­inni bók­un full­trúa íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar, þar sem samn­ing­ur þessi var sam­þykkt­ur sam­hljóða með við­auka á 26. fundi Þró­un­ar og ferða­mála­nefnd­ar þann 29.októ­ber 2012.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00