9. október 2014 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hreiðar Örn Zoega Stefánsson (HÖZS) formaður
- Þórhildur Pétursdóttir (ÞP) varaformaður
- Svala Árnadóttir (SÁ) aðalmaður
- Jónas Þórir Þórisson aðalmaður
- Andrés Bjarni Sigurvinsson (ABS) 1. varamaður
- Marta Hildur Richter menningarsvið
- Hugrún Ósk Ólafsdóttir ritari
Fundargerð ritaði
Hugrún Ósk Ólafsdóttir Verkefnastjóri Þjónustu- og upplýsingamála.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Heilsueflandi samfélag201208024
Ólöf Sívertsen stjórnarmaður í Heilsuvin og formaður stýrihóps um Heilsueflandi samfélag kemur og kynnir verkefnið.
Ólöf Sívertsen stjórnarmaður í Heilsuvin og formaður stýrihóps um Heilsueflandi samfélag kom og kynnti verkefnið.
2. Bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, 2014201406225
Daði Þór Einarsson umsjónarmaður bæjarhátíðar gefur munnlega skýrslu um Í túninu heima 2014.
Daði Þór Einarsson umsjónarmaður bæjarhátíðar gaf munnlega skýrslu um Í túninu heima 2014.
3. Starfshópur um menningarviðburði201410068
Tillaga að stofnun starfshóps sem fer með yfirumsjón bæjarhátíðarinnar, Í túninu heima.
Tillaga að stofnun starfshóps sem fer með yfirumsjón bæjarhátíðarinnar, Í túninu heima samþykkt með 5 greiddum atkvæðum. Samþykkt með 5 greiddum atkvæðum að Hreiðar Örn Z Stefánsson formaður Menningarmálanefndar og Ólöf Þórðardóttir formaður Þróunar- og ferðamálanefndar sitji í starfshópnum ásamt Rafni H. Guðlaugssyni sem situr fyrir hönd minnihluta beggja nefnda.
4. Bókasafn Mosfellsbæjar201410075
Marta Hildur Richter forstöðumaður bókasafnsins kemur og kynnir stuttlega starfsemi þess.
Marta Hildur Richter forstöðumaður bókasafnsins kom og kynnti stuttlega starfsemi þess.
5. Vinabæjarmót 2014 - unglingamót 2014201403142
Lögð fram samantekt vegna ferðar til Uddevalla í júní sl.
Lögð var fram samantekt vegna ferðar til Uddevalla í júní sl. Óskað var eftir að nefndin taki sérstaklega til umfjöllunar vinabæjarmál, hvernig við getum aukið þátttöku ungmenna, félaga og félagasamtaka.
6. Haustmenningarhátíð 2014201407158
Lögð fram drög að dagskrá.
Lögð fram drög að dagskrá sem er byggð á innsendum tillögum bæjarbúa. Nefndin leggur til að ungmenni verði virkt til þátttöku t.d. listaskóli, grunn- og framhaldsskóli.
7. Erindi frá Hildi Margrétardóttur vegna hávaða og framkomu knattspyrnudeildar Aftureldingar í garð foreldra.2014081027
Lagt fram svarbréf aðalstjórnar Aftureldingar
Lagt var fram svarbréf aðalstjórnar Aftureldingar.