8. mars 2012 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Herdís Sigurjónsdóttir formaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) 1. varamaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Framhaldsskóli - nýbygging2010081418
Fram eru lögð til samþykktar samningsdrög vegna framhaldsskólans milli mennta- og fjármálaráðuneyta og Mosfellsbæjar.
Til máls tóku: HS, HSv, SÓJ, JJB ogHP.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að undirrita fyrirliggjandi drög að samningi milli Mosfellsbæjar, mennta- og menningarmálaráðuneytisins og fjármálaráðuneytisins um byggingu framhaldsskóla í Mosfellsbæ.
2. Þjónustusamningur SORPU bs. og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um rekstur endurvinnslustöðvanna201202135
Áður á dagskrá 1064. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framvkæmdastjóra umhverfissviðs. Hjálögð er umsögnin.
Til máls tóku: HS, JJB, HSv, JS og HP.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að undirrita fyrirliggjandi viðauka við þjónustusamning Sorpu bs. og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um rekstur endurvinnslustöðvanna. Bæjarráð leggur einnig áherslu á mikilvægi þess að endurvinnslustöð sé staðsett innan bæjarmarka Mosfellsbæjar.
3. Vaktakerfi Íþróttamiðstöðvarinnar að Varmá201202173
Tillaga að breyttu vaktakerfi að Varmá.
Til máls tóku: HS, JS og HSv.
Samþykkt með þremur atkvæðum að breyta vaktakerfi í íþróttamiðstöðinni að Varmá í samræmi við framlagt minnisblað þar um.
4. 25 ára afmæli Mosfellsbæjar 2012201202196
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra og framkvæmdastjóra menningarsviðs.
Til máls tóku: HS, HSv, JJB, JS og HP.
Samþykkt með þremur atkvæðum framlagt upplegg að afmælisviðburðum og bæjarstjóra og framkvæmdastjóra menningarsviðs falið að vinna málið áfram þar á meðal kostnaðaráætlun.
5. Beiðni um styrk vegna 50 ára afmælis Varmárskóla201202272
Til máls tóku: HS, HSv, JJB, HP og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að veita Varmárskóla styrk að upphæð kr. 500 þús., sem tekið verður af liðnum ófyrirséð. Fræðslusvið leggur svo skólanum til þau 300 þús. sem uppá vantar.
7. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um húsaleigubætur201203073
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs til umsagnar og til fjölskyldunefndar til upplýsingar.
8. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um málefni innflytjenda201203074
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs til umsagnar og til fjölskyldunefndar til upplýsingar.
9. Ársreikningur Strætó bs. fyrir árið 2011201203089
Ársreikningurinn lagður fram og jafnframt sendur fjármálastjóra til upplýsingar.