11. janúar 2011 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Ólafur Gunnarsson (ÓG) varaformaður
- Elías Pétursson aðalmaður
- Erlendur Örn Fjeldsted aðalmaður
- Hanna Bjartmars Arnardóttir aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Bugðutangi 21, umsókn um byggingarleyfi200911439
Umsókn um leyfi fyrir byggingu sólskála o.fl. var send í grenndarkynningu 18. nóvember 2010 með athugasemdafresti til 17. desembar 2010. Meðfylgjandi tvær athugasemdir bárust; frá Reyni Sigurðssyni og Sólrúnu Garðarsdóttur dags. 14. desember 2010 og frá Gunnari Haraldssyni og Ástu Benný Hjaltadóttur dags. 12. desember 2010. Frestað á 291. fundi.
<SPAN class=xpbarcomment>Umsókn um leyfi fyrir byggingu sólskála o.fl. var send í grenndarkynningu 18. nóvember 2010 með athugasemdafresti til 17. desembar 2010. Meðfylgjandi tvær athugasemdir bárust; frá Reyni Sigurðssyni og Sólrúnu Garðarsdóttur dags. 14. desember 2010 og frá Gunnari Haraldssyni og Ástu Benný Hjaltadóttur dags. 12. desember 2010. Frestað á 291. fundi.</SPAN>
<SPAN class=xpbarcomment></SPAN><SPAN class=xpbarcomment>Nefndin felur embættismönnum að gera tillögu að svörum við framkomnum athugasemdum.</SPAN>
2. Þverholt 2, umsókn um leyfi fyrir göngum frá vörumóttöku á jarðhæð að skrifstofuhúsi201012187
Reitir 3 Kringlunni 4-12 sækja um leyfi til að byggja jarðgöng undir torg að austurhluta Þverholts 2 samkvæmt framlögðum gögnum. Fyrir liggur skriflegt samþykki meirihluta eigenda fasteigna á lóðinni. Frestað á 291. fundi.
<SPAN class=xpbarcomment>Reitir 3 Kringlunni 4-12 sækja um leyfi til að byggja jarðgöng undir torg að austurhluta Þverholts 2 samkvæmt framlögðum gögnum. Fyrir liggur skriflegt samþykki meirihluta eigenda fasteigna á lóðinni. Frestað á 291. fundi.</SPAN>
<SPAN class=xpbarcomment>Skipulags- og bygginganefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti og felur byggingafulltrúa afgreiðslu málsins þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir.</SPAN>
3. Völuteigur 6, (Ístex) umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu2010081686
Tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi var send í grenndarkynningu 10. nóvember 2010 og rann athugasemdafrestur út 9. desember. Ein athugasemd barst; frá Borgarplasti sem bendir á að framsetning á deiliskipulagi lóðar fyrirtækisins í tillögunni sé ekki rétt.
Tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi var send í grenndarkynningu 10. nóvember 2010 og rann athugasemdafrestur út 9. desember. Ein athugasemd barst; frá Borgarplasti sem bendir á að framsetning á deiliskipulagi lóðar fyrirtækisins í tillögunni sé ekki rétt. Lögð fram endurskoðuð tillaga.
Nefndin fellst á að athugasemd Borgarplasts sé réttmæt, þar sem gildandi deiliskipulag lóðanna nr. 25 - 31 á að vera samkvæmt breytingu sem samþykkt var 6. júlí 2006. Í fyrirliggjandi endurskoðaðri tillögu hefur framsetning deiliskipulags á þessum lóðum verið leiðrétt.
Nefndin samþykkir deiliskipulagstillöguna svo breytta skv. 2. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
4. Merkjateigur 8, umsókn um byggingarleyfi200909667
Umsókn um lóðarstækkun og viðbyggingu var send í grenndarkynningu 13. desember 2010 og rann athugasemdafrestur út 11. janúar 2011. Engin athugasemd hefur borist.
<SPAN class=xpbarcomment>Umsókn um lóðarstækkun og viðbyggingu var send í grenndarkynningu 13. desember 2010 og rann athugasemdafrestur út 11. janúar 2011. Engin athugasemd hefur borist.</SPAN>
<SPAN class=xpbarcomment>Skipulags-og bygginganefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti með þeim fyrirvara að ekki berist athugasemd innan athugasemdafrests og felur byggingafulltrúa afgreiðslu málsins þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir ásamt samkomulagi um kostnað vegna frágangs göngustígs og jarðvegsskipta.<BR><BR></SPAN>
5. Erindi Úrskurðarnefndar vegna synjunar byggingarleyfis201101006
Lögð fram tilkynning frá Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála, dags. 29. desember 2010, um að synjun um veitingu byggingarleyfis fyrir fjölnotahúsi á lóðinni Hraðastaðavegi 3a hafi verið kærð til ÚSB.
Lagt fram.
6. Nýtt hesthúsahverfi í aðalskipulagi201101105
Upprifjun á undangenginni umfjöllun í tengslum við endurskoðun aðalskipulags og almenn umræða.
<SPAN class=xpbarcomment>Upprifjun á undangenginni umfjöllun í tengslum við endurskoðun aðalskipulags og almenn umræða.</SPAN>
<SPAN class=xpbarcomment>Skipulags-og bygginganefnd felur embættismönnum frekari gagnaöflun í samræmi við umræður á fundinum.</SPAN>
7. Ný Skipulagslög og Lög um mannvirki í stað Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997201101093
1. janúar 2011 tóku gildi ný Skipulagslög og lög um mannvirki, sem koma í stað áður gildandi Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Fjallað verður um helstu nýmæli og breytingar sem lögin fela í sér.
<SPAN class=xpbarcomment>1. janúar 2011 tóku gildi ný Skipulagslög og lög um mannvirki, sem koma í stað áður gildandi Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Fjallað verður um helstu nýmæli og breytingar sem lögin fela í sér.</SPAN>
<SPAN class=xpbarcomment>Frestað.</SPAN>