4. apríl 2017 kl. 13:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Daníela Grétarsdóttir aðalmaður
- Embla Líf Hallsdóttir aðalmaður
- Guðlaug Karen Ingólfsdóttir aðalmaður
- Kristín Rán Guðjónsdóttir aðalmaður
- Dagur Fannarsson aðalmaður
- Emma Sól Jónsdóttir aðalmaður
- Björn Bjarnarson aðalmaður
- Edda Ragna Davíðsdóttir fræðslusvið
- Hanna Lilja Egilsdóttir fræðslusvið
Fundargerð ritaði
Edda Davíðsdóttir Tómstundafulltrúi Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
1. Raddir Ungs fólks201704031
Raddir ungs fólks skipta máli! kynning frá fulltrúum sem að sátu ráðstefnuna.
Úlfar og Björn kynntu ráðstefnuna Raddir ungs fólks skipta máli sem að fram fór á Nordica hóteli í reykjavæik þann 17 mars. Ráðstefnan "Raddir ungs fólks skipta máli!" var fyrir þá sem standa að baki ungmennaráða sveitarfélaga og frjálsra félagasamtaka auk fulltrúa ungmennaráðanna sjálfra. Almenn ánægja með ráðstefnuna.
Almenn erindi
2. Hugmyndir ungmenna úr Mosfellsbæ.201701170
Á fundinum verður unnið betur úr niðurstöðum nemenda
Unnið úr lista ungmenna úr mosfellsbæ, undirbúningur fyrir fund með Bæjarstjórn.
3. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2017201701266
Lögð fram ósk umhverfisnefndar um tillögur frá öllum nefndum bæjarins að verkefnum í nýjan Verkefnalista Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2017. Verkalistan skal velja út frá þeim verkefnum sem fram koma í Framkvæmdaáætlun Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ til 2020. Frestur til að skila inn tillögum er til 1. mars 2017.