Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

7. júlí 2016 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varamaður
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varamaður
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Sigurður Júlíusson


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Lög­reglu­sam­þykkt fyr­ir Mos­fells­bæ201604031

    Drög að nýrri lögreglusamþykkt með breytingum í kjölfar umræðna á síðasta bæjarráðsfundi lögð fram til afgreiðslu. Breytingar hafa verið gerðar á 4. gr., 18. gr. auk þess sem ný 27. gr. bætist við.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi frum­varp til lög­reglu­sam­þykkt­ar fyr­ir Mos­fells­bæ og vís­ar henni til fyrri um­ræðu á næsta fundi bæj­ar­stjórn­ar.

  • 2. Samn­ing­ur um leik­skóla­vist við LFA201606271

    Fræðslusvið óskar eftir heimild til að gera þjónustusamning við LFA ehf. um vistun barna á aldrinum 9 mánaða til 2ja ára.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila fræðslu­sviði að gera þjón­ustu­samn­ing við LFA ehf. um vist­un barna á aldr­in­um 9 mán­aða til 2ja ára í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi drög að samn­ingi og gjaldskrá.

  • 3. End­ur­nýj­uð kostn­að­ar­áætlun End­ur­vinnslu­stöðva 2016201606001

    Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs vegna erindis SORPU bs.

    Lagt fram.

    • 4. Hús­næð­is­mál-áhrif laga­breyt­inga á Mos­fells­bæ201606088

      Framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs kynnir áhrif breytinga á lögum um húsnæðismál á starfsemi sveitarfélaga.

      Unn­ur V. Ing­ólfs­dótt­ir (UVI), fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs, og Ás­geir Sig­ur­gests­son (ÁS), verk­efna­stjóri gæða og þró­un­ar, mættu á fund­inn und­ir þess­um lið.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að skipa starfs­hóp emb­ætt­is­manna til að gera ít­ar­lega grein­ingu á áhrif­um breyt­inga á hús­næð­is­lög­gjöf á Mos­fells­bæ.

    • 5. Skógrækt og úti­vist­ar­svæði í Mos­fells­bæ201604270

      Bæjarstjórn vísaði tilllögu fulltrúa M-lista Íbúahreyfingarinnar á bæjarstjórnarfundi 11. maí sl. um að bæjarráð Mosfellsbæjar taki styrkveitingar til Skógræktarfélags Mosfellsbæjar til gagngerrar endurskoðunar til umfjöllunar bæjarráðs. Lögð fram umsögn umhverfisstjóra um málið.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa minn­is­blað­inu til um­hverf­is­nefnd­ar þar sem mál­ið er til um­fjöll­un­ar.

      Bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
      Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar þakk­ar um­hverf­is­stjóra upp­lýs­andi minn­is­blað. Í því kem­ur fram skiln­ing­ur á því að end­ur­skoða þurfi sam­st­arf Mos­fells­bæj­ar við Skóg­rækt­ar­fé­lag­ið og laga að breytt­um þörf­um fé­lags­ins en þar er átt við stuðn­ing við það verk­efni að grisja það skóg­lendi sem ræktað hef­ur ver­ið upp á und­an­förn­um ára­tug­um og gera svæð­in að­gengi­leg al­menn­ingi með lagn­ingu stíga.
      Íbúa­hreyf­ing­in vill vekja at­hygli á því að mik­il­vægt er end­ur­skoða samn­ing­inn fyr­ir haust­ið, þ.e. áður en vinnu við fjár­hags­áætlun 2017 lýk­ur.

    • 6. Skugga­bakki 8/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201605012

      Ósk um endurskoðun gatnagerðargjalda.

      Frestað.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:11