7. júlí 2016 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varamaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varamaður
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Lögreglusamþykkt fyrir Mosfellsbæ201604031
Drög að nýrri lögreglusamþykkt með breytingum í kjölfar umræðna á síðasta bæjarráðsfundi lögð fram til afgreiðslu. Breytingar hafa verið gerðar á 4. gr., 18. gr. auk þess sem ný 27. gr. bætist við.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum fyrirliggjandi frumvarp til lögreglusamþykktar fyrir Mosfellsbæ og vísar henni til fyrri umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar.
2. Samningur um leikskólavist við LFA201606271
Fræðslusvið óskar eftir heimild til að gera þjónustusamning við LFA ehf. um vistun barna á aldrinum 9 mánaða til 2ja ára.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila fræðslusviði að gera þjónustusamning við LFA ehf. um vistun barna á aldrinum 9 mánaða til 2ja ára í samræmi við fyrirliggjandi drög að samningi og gjaldskrá.
3. Endurnýjuð kostnaðaráætlun Endurvinnslustöðva 2016201606001
Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs vegna erindis SORPU bs.
Lagt fram.
4. Húsnæðismál-áhrif lagabreytinga á Mosfellsbæ201606088
Framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs kynnir áhrif breytinga á lögum um húsnæðismál á starfsemi sveitarfélaga.
Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI), framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, og Ásgeir Sigurgestsson (ÁS), verkefnastjóri gæða og þróunar, mættu á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að skipa starfshóp embættismanna til að gera ítarlega greiningu á áhrifum breytinga á húsnæðislöggjöf á Mosfellsbæ.
5. Skógrækt og útivistarsvæði í Mosfellsbæ201604270
Bæjarstjórn vísaði tilllögu fulltrúa M-lista Íbúahreyfingarinnar á bæjarstjórnarfundi 11. maí sl. um að bæjarráð Mosfellsbæjar taki styrkveitingar til Skógræktarfélags Mosfellsbæjar til gagngerrar endurskoðunar til umfjöllunar bæjarráðs. Lögð fram umsögn umhverfisstjóra um málið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa minnisblaðinu til umhverfisnefndar þar sem málið er til umfjöllunar.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar þakkar umhverfisstjóra upplýsandi minnisblað. Í því kemur fram skilningur á því að endurskoða þurfi samstarf Mosfellsbæjar við Skógræktarfélagið og laga að breyttum þörfum félagsins en þar er átt við stuðning við það verkefni að grisja það skóglendi sem ræktað hefur verið upp á undanförnum áratugum og gera svæðin aðgengileg almenningi með lagningu stíga.
Íbúahreyfingin vill vekja athygli á því að mikilvægt er endurskoða samninginn fyrir haustið, þ.e. áður en vinnu við fjárhagsáætlun 2017 lýkur.6. Skuggabakki 8/Umsókn um byggingarleyfi201605012
Ósk um endurskoðun gatnagerðargjalda.
Frestað.