6. nóvember 2014 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður kynningarmála
Fundargerð ritaði
Aldís Stefánsdóttir forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Trúnaðarmál201411026
Starfsmannamál.
Samþykkt með þremur atkvæðum að staðfesta samkomulag um starfslok framkvæmdarstjóra stjórnsýslusviðs í ljósi þess að staðan hefur nú verið lögð niður.
2. Erindi Íbúasamtaka Leirvogstungu varðandi byggingarskilmála í Leirvogstungu201410206
Erindi Íbúasamtaka Leirvogstungu varðandi að bæjarráð Mosfellsbæjar tryggi að byggingarskilmálum í Leirvogstungu verði framfylgt.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að upplýsa bréfritara um framgang málsins.
3. Erindi Sigrúnar H. Pálsdóttur varðandi aðkomu íbúa og fastanefnda að gerð fjárhagsáætlunar201410259
Erindi Sigrúnar H. Pálsdóttur varðandi aðkomu samráð íbúa og fastanefnda við gerð fjárhagsáætlunar fyrir komandi ár.
Fulltrúi M-lista gerir að tillögu sinni að íbúum verði gert kleift að koma með beinum hætti að gerð fjárhagsáætlunar með því til dæmis að leggja fram tillögur að verkefnum sem þeim þykir brýnt að ráðast í í sínu hverfi. Til viðbótar mætti hugsa sér að halda íbúafundi um það leyti sem fjárhagsáætlunargerð fer af stað að vori.
Íbúahreyfingin leggur áherslu á að fastanefndir sveitarfélagsins öðlist tillögurétt við gerð fjárhagsáætlunar og beina aðkomu að henni strax í upphafi fjárhagsáætlunargerðar.
Íbúahreyfingin leggur til að bæjaryfirvöld hvetji nefndirnar til að taka virkan þátt í gerð fjárhagsáætlunar og senda inn tillögur um þau verkefni sem kjörnir fulltrúar telja brýnast að ráðast í. Til þess að hægt sé að skila góðri vinnu er eðlilegt að nefndirnar haldi tvo fundi um fjárhagsáætlun, þ.e. 1. kynningu og umræðu og 2. afgreiðslu umsagnar.Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að halda opinn kynningarfund um fjárhagsáætlun. Öðrum hlutum tillögunnar vísað til forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar og Umhverfisstjóra.
4. Ósk um mál á dagskrá.201410314
Erindi Sigrúnar H. Pálsdóttur bæjarfulltrúa varðandi vígbúnað lögreglunnar þar sem óskað er eftir umræðu um málið og að Mosfellsbær segi hug sinn í því.
Frestað.
5. Lýðræðisstefna Mosfellsbæjar201206254
Lagt fram minnisblað vegna umræðu um endurskoðun á Lýðræðisstefnu.
Frestað.
6. Heilsueflandi samfélag201208024
Beiðni til bæjarráðs um þátttöku Mosfellsbæjar í kostnaði á framleiðslu og dreifingu fjölnota og umhverfisvænna innkaupapoka á öll heimili í Mosfellsbæ.
Frestað.