Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

6. nóvember 2014 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður kynningarmála

Fundargerð ritaði

Aldís Stefánsdóttir forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Trún­að­ar­mál201411026

    Starfsmannamál.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að stað­festa sam­komulag um starfslok fram­kvæmd­ar­stjóra stjórn­sýslu­sviðs í ljósi þess að stað­an hef­ur nú ver­ið lögð nið­ur.

    • 2. Er­indi Íbúa­sam­taka Leir­vogstungu varð­andi bygg­ing­ar­skil­mála í Leir­vogstungu201410206

      Erindi Íbúasamtaka Leirvogstungu varðandi að bæjarráð Mosfellsbæjar tryggi að byggingarskilmálum í Leirvogstungu verði framfylgt.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að upp­lýsa bréf­rit­ara um fram­gang máls­ins.

      • 3. Er­indi Sigrún­ar H. Páls­dótt­ur varð­andi að­komu íbúa og fasta­nefnda að gerð fjár­hags­áætl­un­ar201410259

        Erindi Sigrúnar H. Pálsdóttur varðandi aðkomu samráð íbúa og fastanefnda við gerð fjárhagsáætlunar fyrir komandi ár.

        Full­trúi M-lista ger­ir að til­lögu sinni að íbú­um verði gert kleift að koma með bein­um hætti að gerð fjár­hags­áætl­un­ar með því til dæm­is að leggja fram til­lög­ur að verk­efn­um sem þeim þyk­ir brýnt að ráð­ast í í sínu hverfi. Til við­bót­ar mætti hugsa sér að halda íbúa­fundi um það leyti sem fjár­hags­áætl­un­ar­gerð fer af stað að vori.
        Íbúa­hreyf­ing­in legg­ur áherslu á að fasta­nefnd­ir sveit­ar­fé­lags­ins öðl­ist til­lögu­rétt við gerð fjár­hags­áætl­un­ar og beina að­komu að henni strax í upp­hafi fjár­hags­áætl­un­ar­gerð­ar.
        Íbúa­hreyf­ing­in legg­ur til að bæj­ar­yf­ir­völd hvetji nefnd­irn­ar til að taka virk­an þátt í gerð fjár­hags­áætl­un­ar og senda inn til­lög­ur um þau verk­efni sem kjörn­ir full­trú­ar telja brýn­ast að ráð­ast í. Til þess að hægt sé að skila góðri vinnu er eðli­legt að nefnd­irn­ar haldi tvo fundi um fjár­hags­áætlun, þ.e. 1. kynn­ingu og um­ræðu og 2. af­greiðslu um­sagn­ar.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að halda op­inn kynn­ing­ar­f­und um fjár­hags­áætlun. Öðr­um hlut­um til­lög­unn­ar vísað til for­stöðu­manns þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar og Um­hverf­is­stjóra.

        • 4. Ósk um mál á dagskrá.201410314

          Erindi Sigrúnar H. Pálsdóttur bæjarfulltrúa varðandi vígbúnað lögreglunnar þar sem óskað er eftir umræðu um málið og að Mosfellsbær segi hug sinn í því.

          Frestað.

          • 5. Lýð­ræð­is­stefna Mos­fells­bæj­ar201206254

            Lagt fram minnisblað vegna umræðu um endurskoðun á Lýðræðisstefnu.

            Frestað.

            • 6. Heilsu­efl­andi sam­fé­lag201208024

              Beiðni til bæjarráðs um þátttöku Mosfellsbæjar í kostnaði á framleiðslu og dreifingu fjölnota og umhverfisvænna innkaupapoka á öll heimili í Mosfellsbæ.

              Frestað.

              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.