9. október 2014 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ólöf Arnbjörg Þórðardóttir (ÓAÞ) formaður
- Sturla Sær Erlendsson varaformaður
- Bylgja Bára Bragadóttir aðalmaður
- Rafn Hafberg Guðlaugsson aðalmaður
- Katharina Knoche (KK) áheyrnarfulltrúi
- Jón Jóhannsson 1. varamaður
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður kynningarmála
Fundargerð ritaði
Aldís Stefánsdóttir Forstöðumaður þjónustu- og kynningamála
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Heilsueflandi samfélag201208024
Ólöf Sívertsen stjórnarmaður í Heilsuvin og formaður stýrihóps um Heilsueflandi samfélag í Mosfellsbæ kynnir verkefnið og stöðu þess.
Ólöf Sívertsen stjórnarmaður í Heilsuvin og formaður stýrihóps um Heilsueflandi samfélag í Mosfellsbæ kynnti verkefnið og stöðu þess.
2. Bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, 2014201406225
Daði Þór Einarsson umsjónarmaður bæjarhátíðar flytur munnlega skýrslu um Í túninu heima 2014.
Daði Þór Einarsson umsjónarmaður bæjarhátíðar flutti munnlega skýrslu um Í túninu heima 2014.
3. Starfshópur um menningarviðburði201410068
Tillaga að stofnun starfshóps sem fer með yfirumsjón bæjarhátíðarinnar, Í túninu heima.
Tillaga að stofnun starfshóps sem fer með yfirumsjón bæjarhátíðarinnar, Í túninu heima samþykkt með 5 greiddum atkvæðum. Samþykkt með 5 greiddum atkvæðum að Hreiðar Örn Z Stefánsson formaður Menningarmálanefndar og Ólöf Þórðardóttir formaður Þróunar- og ferðamálanefndar sitji í starfshópnum ásamt Rafni H. Guðlaugssyni sem situr fyrir hönd minnihluta beggja nefnda.
4. Dagur atvinnulífsins í Mosfellsbæ201410069
Innsent erindi lagt fram til umfjöllunar.
Nefndin er jákvæð fyrir framkominni hugmynd um Dag atvinnulífsins í Mosfellsbæ og felur forstöðumanni Þjónustu- og upplýsingamála að skoða málið nánar.
5. Verkefni Þróunar- og ferðamálanefndar.201109430
Samantekt á stöðu mála er varða ferðaþjónustu í Mosfellsbæ.
Samantekt á stöðu mála er varða ferðaþjónustu í Mosfellsbæ.