3. janúar 2014 kl. 12:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Flugubakki 6, umsókn um byggingarleyfi201312020
Superhouse ehf. Gautavík 29 Reykjavík sækir um leyfi til að breyta innanhúss fyrirkomulagi, færa hlöðuhurð, byggja svalir og setja svalahurð á vesturgafl hússins nr. 6 við Flugubakka samkvæmt framlögðum gögnum. Heildarstærðir húss breytast ekki. Fyrir liggur skriflegt samþykki meðeigenda í húsinu.
Samþykkt.
2. Hamrabrekkur 23, umsókn um stöðuleyfi / byggingarleyfi201310343
Bjarni Grétarson Neðstaleiti 6 Reykjavík sækir um stöðuleyfi fyrir 2 x 6 metra gám á lóðinni nr. 23 við Hamrabrekkur í samræmi við framlögð gögn. Jafnframt er sótt um leyfi til að tengja rafmagn í gáminn.
Byggingafulltrúi synjar erindinu þar sem í deiliskipulagi svæðisins er ekki gert ráð fyrir stöðu gáma til lengri né skemmri tíma.
3. Hlíðartún 11, umsókn um byggingarleyfi201310135
Ásgeir Jamil Allansson Hlíðartúni 1 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja bílskúr, mhl. 03 úr timbri og steinsteypu í suðausturhluta lóðarinnar nr. 11 við Hlíðartún. Jafnframt er sótt um leyfi fyrir áðurbyggðum bílskúr úr timbri, mhl. 02. Sótt er um leyfi til að breyta útliti og innanhúss fyrirkomulagi íbúðarhússins í samræmi við framlögð gögn. Grenndarkynning á umsókninni hefur farið fram en engar athugasemdir bárust. Stærð íbúðarhússins eftir breytingar er 207,4 m2, 794,9 m3. Stærð bílskúrs mhl.02 er 38,1 m2, 149,3 m3. Stærð bílskúsr mhl.03 er 99,8 m2, 361,0 m3.
Samþykkt.
4. Lágholt 6, umsókn um byggingarleyfi201310005
Jóhanna Jónsdóttir Lágholti 6 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka úr timbri, bílskúr húsins nr. 6 við Lágholt samkvæmt framlögðum gögnum. Grenndarkynning hefur farið fram á fyrirhuguðum breytingum en engar athugasemdir bárust. Stækkun bílskúrs 12,5 m2, 38,0 m3. Stærðir eftir breytingu: íbúðarhús 131,8 m2, bílskúr 57,8 m2, samtls 549,8 m3.
Samþykkt.
5. Litlikriki 4, umsókn um byggingarleyfi201312082
Frjálsi hf. Lágmúla 6 Reykjavík sækir um leyfi til að breyta útliti / klæðningu hússins nr.2 og 4 við Litlakrika í samræmi við framlögð gögn. Stærðir hússins breytast ekki.
Samþykkt.
6. Stórikriki 21, umsókn um byggingarleyfi201312042
Pétur Magnússon Stórakrika 21 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir smávægilegum útlits og fyrirkomulagsbreytingum á húsinu nr. 21 við Stórakrika í samræmi við framlögð gögn. Stærðir hússins breytast ekki.
Samþykkt.