8. júní 2017 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) formaður
- Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
- Sigurður B Guðmundsson aðalmaður
- Nína Rós Ísberg aðalmaður
- Ursula Elísabet Junemann (UEJ) aðalmaður
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Guðrún Birna Sigmarsdóttir umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Skýrsla Skógræktarfélags Mosfellsbæjar fyrir árið 2016201706009
Skýrsla Skógræktarfélags Mosfellsbæjar um skógrækt í Mosfellsbæ árið 2016, ásamt áætlun um fyrirhugaða útplöntun og skipulag skógræktarsvæða fyrir árið 2017 lögð fram til kynningar.
Lögð fram til kynningar ársskýrsla Skógræktarfélags Mosfellsbæjar fyrir árið 2016 og áætlun fyrir árið 2017.
2. Skógræktarstefna fyrir Mosfellsbæ201703398
Umræða um gerð skógræktarstefnu fyrir Mosfellsbæ og framhald stefnumótunar um sjálfbærni
Framhald á umræðu um gerð skógræktarstefnu fyrir Mosfellsbæ og framhald stefnumótunar um sjálfbærni.
Samhljómur var um mikilvægi þess að gerð verði skógræktarstefna fyrir Mosfellsbæ og að hún verði sýnileg í sveitarfélaginu.
Umhverfisnefnd leggur til að ráðist verði í gerð skógræktarstefnu fyrir Mosfellsbæ, og samhliða verði hugað að gerð stefnumótunar í umhverfismálum. Starfsmönnum umhverfissviðs er falið að gera drög að skógræktarstefnu fyrir Mosfellsbæ.3. Uppbygging friðlýstra svæða í Mosfellsbæ 2017201706010
Lagt fram minnisblað umhverfissviðs um uppbyggingu friðlýstra svæða í Mosfellsbæ 2017
Tillaga að framkvæmdaáætlun fyrir friðlýst svæði í Mosfellsbæ fyrir árið 2017 lögð fram og samþykkt.
4. Sérsöfnun á plasti frá heimilum201704145
Skýrsla Sorpu bs. og tækniteymis sveitarfélaga um möguleika í sérsöfnun á plasti frá heimilum.
Lögð fram skýrsla Sorpu bs. og tæknisteymis sveitarfélaga um mögulega sérsöfnun á plasti frá heimilum, ásamt minnisblaði umhverfissviðs um málið.
Umhverfisnefnd fagnar framlögðum tillögum og leggur til að farið verði í sérsöfnun á plasti sbr. meðfylgjandi minnisblað.
Samþykkt samhljóða.5. Okkar Mosó201701209
Lagðar fram til kynningar hugmyndir íbúa úr lýðræðisverkefninu Okkar Mosó sem fóru ekki í íbúakosningu.
Farið yfir hugmyndir íbúa úr lýðræðisverkefninu Okkar Mosó sem ekki fóru í íbúakosningu. Málið rætt.