3. mars 2016 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ólafur Snorri Rafnsson (ÓSR) formaður
- Karen Anna Sævarsdóttir aðalmaður
- Kolbrún Reinholdsdóttir (KR) aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) áheyrnarfulltrúi
- Guðjón Magnússon 3. varamaður
- Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
- Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
Fundargerð ritaði
Edda R. Davíðsdóttir Tómstundafulltrúi Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Íþróttakarl og íþróttakona Mosfellsbæjar 2015201512206
Farið yfir kjör íþróttakarls og íþróttakonu Mosfellbæjar 2015
Farið yfir framkvæmd kjörsins og hvernig til tókst. Íþrótta- og tómstundanefnd er mjög ánægð með framkvæmdina og hvernig til tókst.
2. Fjölskyldutímar201506023
fjölskyldutímar í íþróttamiðstöðvum .
Minnisblað um fjölskyldutíma lagt fram. Farið yfir gang mála og hvert framhaldið verður. Íþrótta og tómstundanenfd leggur til að Íþróttafulltrúa verði falið að fylgja verkefninu áfram.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
3. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2016201601613
Ósk umhverfisnefndar um tillögur að verkefnum í nýjan Verkefnalista Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2016. Verkalistinn er unninn í samráði við framkvæmdastjóra sviða og nefndir bæjarins út frá verkefnum sem fram koma í Framkvæmdaáætlun Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ til 2020.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að forstöðumanni umhverfissviðs verði falið að taka saman greinagerð um stöðu þeirra verkefna sem nefndin lagði áherslu á árið 2015 vegna Staðardagskrár 21. Einnig komi þar skýrt fram hvað var nákvæmlega framkvæmt og með hvaða hætti. Jafnframt óskar nefndin eftir því að Umhverfisstjóri mæti á næsta fund nefndarinnar og geri grein fyrir stöðu mála.
4. Erindi frá Umboðsmanni barna201602069
Erindi umboðsmanns barna vegna niðurskurðar hjá skóla-og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Bæjarráð samþykkti að vísa erindinu til fræðslunefndar til kynningar. Bæjarstjórn samþykkti einnig að vísa erindingu til íþrótta- og tómstundaráðs til kynningar.
íþrótta- og tómstundanefnd þakkar ábendinguna og tekur heilshugar undir innihald bréfsins.