Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

3. mars 2016 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Ólafur Snorri Rafnsson (ÓSR) formaður
 • Karen Anna Sævarsdóttir aðalmaður
 • Kolbrún Reinholdsdóttir (KR) aðalmaður
 • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
 • Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) áheyrnarfulltrúi
 • Guðjón Magnússon 3. varamaður
 • Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
 • Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið

Fundargerð ritaði

Edda R. Davíðsdóttir Tómstundafulltrúi Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Íþrót­tak­arl og íþrótta­kona Mos­fells­bæj­ar 2015201512206

  Farið yfir kjör íþróttakarls og íþróttakonu Mosfellbæjar 2015

  Far­ið yfir fram­kvæmd kjörs­ins og hvern­ig til tókst. Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd er mjög ánægð með fram­kvæmd­ina og hvern­ig til tókst.

 • 2. Fjöl­skyldu­tím­ar201506023

  fjölskyldutímar í íþróttamiðstöðvum .

  Minn­is­blað um fjöl­skyldu­tíma lagt fram. Far­ið yfir gang mála og hvert fram­hald­ið verð­ur. Íþrótta og tóm­stundan­en­fd legg­ur til að Íþrótta­full­trúa verði fal­ið að fylgja verk­efn­inu áfram.

Almenn erindi - umsagnir og vísanir

 • 3. Verk­efna­listi Stað­ar­dag­skrár 21 í Mos­fells­bæ fyr­ir árið 2016201601613

  Ósk umhverfisnefndar um tillögur að verkefnum í nýjan Verkefnalista Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2016. Verkalistinn er unninn í samráði við framkvæmdastjóra sviða og nefndir bæjarins út frá verkefnum sem fram koma í Framkvæmdaáætlun Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ til 2020.

  Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd legg­ur til að for­stöðu­manni um­hverf­is­sviðs verði fal­ið að taka sam­an greina­gerð um stöðu þeirra verk­efna sem nefnd­in lagði áherslu á árið 2015 vegna Stað­ar­dag­skrár 21. Einn­ig komi þar skýrt fram hvað var ná­kvæm­lega fram­kvæmt og með hvaða hætti. Jafn­framt ósk­ar nefnd­in eft­ir því að Um­hverf­is­stjóri mæti á næsta fund nefnd­ar­inn­ar og geri grein fyr­ir stöðu mála.

 • 4. Er­indi frá Um­boðs­manni barna201602069

  Erindi umboðsmanns barna vegna niðurskurðar hjá skóla-og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Bæjarráð samþykkti að vísa erindinu til fræðslunefndar til kynningar. Bæjarstjórn samþykkti einnig að vísa erindingu til íþrótta- og tómstundaráðs til kynningar.

  íþrótta- og tóm­stunda­nefnd þakk­ar ábend­ing­una og tek­ur heils­hug­ar und­ir inni­hald bréfs­ins.

Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:15