3. september 2015 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) varaformaður
- Ólafur Snorri Rafnsson (ÓSR) formaður
- Karen Anna Sævarsdóttir aðalmaður
- Kolbrún Reinholdsdóttir (KR) aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) áheyrnarfulltrúi
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
- Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
- Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
Fundargerð ritaði
Edda Davíðsdóttir Tómstundafulltrúi Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjölskyldutímar201506023
fjölskyldutímar í íþróttamiðstöðvum .
Formaður og íþróttafulltrúi fara yfir hvar málið er statt. Fyrsti tíminn er áætlaður 12. september í Íþróttahúsinu að Varmá.
Kennarar hafa verið ráðnir inn og auglýsingar komnar í dreifingu. Ákveðið er að hafa tímana einu sinni í viku fram að jólum og þá verður aftur farið yfir málið aftur. Íþrótta og tómstundanefnd samþykkir erindið.3. Opinn fundur Íþrótta -og tómstundanefndar2015082226
Umræða um opinn fund íþrótta- og tómstundanefndar 2015.
Ákveðið að hafa opin fund íþrótta- og tómstundanenfdar í mars 2016.
4. Reglur um frístundagreiðslur í Mosfellsbæ200909840
Lagðar fram tillögur að uppfærðum reglum um frístundagreiðslur.
Afgreiðslu málsins frestað.
5. Bréf frá aðalstjórn Aftureldingar varðandi erindi frá Blaksambandi íslands2015082189
Erindi frá aðalstjórn Aftureldingar varðandi meðfylgjandi bréf frá Blaksambandi Íslands
Formanni íþrótta og tómstundanefndar og íþróttafulltrúa falið að ræða við Blakdeild UMFA um mögulegar lausnir og svara erindinu.
6. Starfsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar 2015. Drög201501812
Starfsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar yfirfarin
Starfsáætlun yfirfarin.
7. Hreyfivika 2015201509044
Hreyfivika í Mosfellsbæ 2015
8. Íþrótta- og tómstundastefna Mosfellsbæjar201509037
Farið yfir þá þætti sem að nefndarmen telja að leggja beri áherslu á, á næstu misserum
9. Jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar 2014-20172014081479
Jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar var samþykkt á 635. fundi bæjarstjórnar í október 2014. Framkvæmdaáætlun var lögð fram til fjögurra ára og fylgir hér með yfirlit þar sem farið er yfir stöðu einstakra verkefna miðað við júní 2015. Lagt er upp með að fulltrúar í nefndum og ráðum kynni sér vel efni og innihald jafnréttisáætlunarinnar og kanni hvaða efnishlutar eigi við um málaflokk viðkomandi nefndar og hafi þá til hliðsjónar í stefnumótandi ákvörðunum.
Farið var yfir stöðuna á framkvæmdaáætlun jafnréttismála út frá þeim verkefnum sem nefndin hefur með höndum.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
2. Erindi Sigrúnar H. Pálsdóttur um að lögmanni Mosfellsbæjar verði falið að vinna minnisblað um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa201503509
Á 1219. fundi bæjarráðs 9. júlí sl. var samþykkt að vísa minnisblaði lögmanns bæjarins um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa til umfjöllunar í nefndum bæjarins og var lögmanni falið að því loknu að funda með þeim nefndum sem teldu þess þröf.