3. október 2013 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Theódór Kristjánsson (TKr) formaður
- Kolbrún Reinholdsdóttir (KR) aðalmaður
- Þórhildur Katrín Stefánsdóttir aðalmaður
- Valdimar Leó Friðriksson aðalmaður
- Hanna Símonardóttir 1. varamaður
- Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
- Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Forgagnsröðun uppbyggingar mannvirkja til íþrótta- og tómstundastarfs2013081383
Undirbúningur fyrir samráðsfund þann 26.10.13. Á fundinn mættu Halldór Halldórsson og Gylfi Dalmann Aðalsteinsson sem aðstoða við væntanlegan fund.
Rætt var um skipulag samráðsfundar með íþrótta- og tómstundafélögum í Mosfellsbæ um samráð og forgangsröðun á uppbyggingu mannvirkja til íþrótta- og tómstundastarfs. Um er að ræða upphaf að lengra ferli. Stefnt er að því að safna upplýsingum um viðhorf og þarfir íþrótta- og tómstundafélaga. Í framhaldi af því verði hönnuð aðferðarfræði við að meta forsendur fyrir forgangsröðun milli mismunandi greina og tómstundastarfs.
2. Frístundaávísanir - nýting201004217
Nýting frístundaávísanna 2010-2013
Upplýsingar lagðar fram.
3. Reglur um frístundagreiðslur í Mosfellsbæ200909840
Tillögur að breytingum reglna um frístundagreiðslur
Breytingar lagðar fram. Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlagðar breytingar í samræmi við athugasemdir sem fram komu á fundinum.
4. Erindi af formannafundur Aftureldingar201309284
Erindi formannafundur Aftureldingar frá 27. ágúst varðandi úthlutun á styrkveitingum.
Erindi lagt fram. Íþróttafulltrúa falið að leita eftir afstöðu stjórnar Aftureldingar til málsins.
5. Erindi Ungmennafélags Aftureldingar varðandi samning við N12013081710
Erindi Aftureldingar þar sem farið er fram á leyfi til þess að mannvirki Mosfellsbæjar að Varmá verði merkt með lógói N1. Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar íþrótta- og tómstundanefndar .
Umsögn send bæjarráði.
6. Bréf frá Frisbígolfsambandi Íslands2013081275
Á 173 fundi íþrótta og tómstundanefndar var íþróttafulltrúa falið að hafa samband við forsvarsmenn Frisbígolfsambandsins og kanna málið frekar. Meðfylgjandi eru niðurstöður þess fundar.
Upplýsingar lagðar fram. Íþróttafulltrúa falið að vinna áfram að málinu.