6. febrúar 2013 kl. 12:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Björn Bjarnarson aðalmaður
- Erlingur Örn Árnason aðalmaður
- Rósborg Halldórsdóttir aðalmaður
- Hildur Davíðsdóttir aðalmaður
- Ari Páll Karlsson aðalmaður
- Andrés Kári Kristjánsson aðalmaður
- Ágúst Elí Ásgeirsson aðalmaður
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir 2. varamaður
- Amalía Ósk Sigurðardóttir 2. varamaður
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Edda Ragna Davíðsdóttir fræðslusvið
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ráðstefna UMFÍ - Ungt fólk og lýðræði 2012201302011
Erindi Ungmennafélags Íslands vegna ráðstefnunnar Ungt fólk og lýðræði sem haldin verður á Egilsstöðum 20.-22. mars 2013.
Lagt fram erindi Ungmennafélags Íslands vegna ráðstefnunnar Ungt fólk og lýðræði sem haldin verður dagana 20-22. mars 2013.
Nefndarmenn voru hvattir til að sækja ráðstefnuna.3. Stefnumótun á íþrótta- og tómstundasviði200906129
Kynning á nýlegri stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum í Mosfellsbæ sem samþykkt var í íþrótta- og tómstundanefnd 20. desember 2012 og bæjarstjórn 23. janúar 2013
Kynning á stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum í Mosfellsbæ.
Edda Davíðsdóttir tómstundafulltrúi kynnti stefnumótunina.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
2. Deiliskipulag Varmárskólasvæðis200803137
Kynntar verða tillögur að deiliskipulagi Varmárskólasvæðis sem m.a. fjalla um gönguleiðir, biðstöðvar strætó, götur og bílastæði. Skipulagsnefnd óskaði eftir því á 334. fundi að tillögurnar yrðu kynntar fyrir ungmennaráði.
Kynning á tillögum að deiliskipulagi Varmárskólasvæðis sem skipulagsnefnd vísaði til ungmennaráðs til kynningar.
Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi og Elías Pétursson formaður skipulagsnefndar komu á fundinn og fóru yfir málið.
Nefndarmenn í ungmennaráði komu með góðar ábendingar um skipulagið sem skipulagfulltrúi mun skoða nánar.