10 month-3 2025 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Ómar Karl Jóhannesson skrifstofa bæjarlögmanns
Fundargerð ritaði
Ómar Karl Jóhannesson skrifstofu bæjarlögmanns
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Nefndaskipan og þóknanir nefnda- vinnuhópur kjörinna fulltrúa202504131
Tillaga um skipan vinnuhóps kjörinna fulltrúa sem falið verði að skoða fjölda og hlutverk fastanefnda og fyrirkomulag þóknana kjörinna fulltrúa fyrir nefndarsetu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að stofna vinnuhóp kjörinna fulltrúa í samræmi við meðfylgjandi tillögu.
2. Þjónustusamningur um rekstur og viðhald lýsingar202503759
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að bjóða út rekstur og viðhald gatna- og stígalýsingar í Mosfellsbæ.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að rekstur og viðhald gatna- og stígalýsingar verði boðinn út í samræmi við meðfylgjandi tillögu.
Gestir
- Jóhanna B Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
3. Blikastaðir-Korputún, veitulagnir202407140
Óskað er heimildar bæjarráðs til að ganga til samninga við lægstbjóðanda í útboðinu, Blikastaðir - Korputún veitulagnir, með þeim fyrirvara að verktaki hafi uppfyllt öll skilyrði útboðsgagna.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila umhverfissviði að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Karina ehf. í samræmi við fyrirliggjandi tillögu, að því gefnu að skilyrði útboðsgagna hafi verið uppfyllt.
Vakin er athygli á því að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða fimm daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um framangreinda ákvörðun.
Gestir
- Jóhanna B Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
4. Tímabundin starfsemi Hlaðhamra í Þverholti202503185
Óskað er heimildar bæjarráðs vegna aukins rekstrarkostnaðar vegna flutninga leikskólans Hlaðhamra auk breytinga á ráðstöfun þegar áætlaðra fjárfestinga.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að rekstrarkostnaður leikskólans Hlaðhamra vegna ársins 2025 aukist um 19 m.kr. frá samþykktri fjárhagsáætlun vegna flutninga skólans í leiguhúsnæði við Þverholt. Ennfremur að ráðstafa 10,9 m.kr. af þegar áætluðum fjárfestingarkostnaði í mótvægisaðgerðir og ástandsgreiningu á skólahúsinu.
Jafnframt er fjármála- og áhættustýringarsviði falið að meta hvort gera þurfi viðauka við fjárhagsáætlun vegna aukins rekstrarkostnaðar.5. Styrkir til greiðslu fasteignaskatts 2025202504052
Styrkir til félaga og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts í Mosfellsbæ 2025.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita styrki til tveggja félaga og félagasamtaka í samræmi við gildandi reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts og tillögu tóm-stundafulltrúa. Þau félög sem hljóta styrk á árinu 2025 eru Flugklúbbur Mosfellsbæjar og Skátafélagið Skjöldungur. Heildarfjárhæð styrkja er kr. 1.290.500.
6. Ráðning leikskólastjóra leikskólans Sumarhúsa202504089
Tillaga um ráðningu leikskólastjóra leikskólans Sumarhúsa. *** Tillaga og gögn verða send á aðalfulltrúa í bæjarráði með signet.
Lovísa Jónsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins *** Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að Berglind Robertson Grétarsdóttir verði ráðin leikskólastjóri leikskólans Sumarhúsa. Jafnframt samþykkt að ráðningin verði kynnt fyrir fræðslunefnd.
Bæjarráð býður Berglindi velkomna til starfa hjá Mosfellsbæ.
Gestir
- Ólöf Kristín Sívertsen, sviðsstjóri fræðslu og frístundar
7. Bergið headspace - samstarfssamningur202504176
Samstarfssamningur við Bergið headspace lagður fram til kynningar.
Samstarfssamningurinn lagður fram og kynntur.
Bæjarráð lýsir yfir ánægju sinni með samninginn við Bergið - headspace sem er mikilvægur liður í aðgerðaráætluninni Börnin okkar.
8. Húsnæðisáætlun 2025202409638
Lögð eru fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar fyrir 2025, í samræmi við reglugerð um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga og stafrænt áætlanakerfi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar fyrir 2025, í samræmi við reglugerð um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga og stafrænt áætlanakerfi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Samþykkt með fimm atkvæðum.
9. Frumvarp um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun202504064
Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis frumvarp til breytinga á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun, mál 268. Umsagnarfrestur er til og með 23. apríl nk.
Lagt fram.