jumpToMain
mos.is - home

10 month-3 2025 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
  • Ómar Karl Jóhannesson skrifstofa bæjarlögmanns

Fundargerð ritaði

Ómar Karl Jóhannesson skrifstofu bæjarlögmanns


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Nefnda­skip­an og þókn­an­ir nefnda- vinnu­hóp­ur kjör­inna full­trúa202504131

    Tillaga um skipan vinnuhóps kjörinna fulltrúa sem falið verði að skoða fjölda og hlutverk fastanefnda og fyrirkomulag þóknana kjörinna fulltrúa fyrir nefndarsetu.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að stofna vinnu­hóp kjör­inna full­trúa í sam­ræmi við með­fylgj­andi til­lögu.

  • 2. Þjón­ustu­samn­ing­ur um rekst­ur og við­hald lýs­ing­ar202503759

    Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að bjóða út rekstur og viðhald gatna- og stígalýsingar í Mosfellsbæ.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að rekst­ur og við­hald gatna- og stíga­lýs­ing­ar verði boð­inn út í sam­ræmi við með­fylgj­andi til­lögu.

    Gestir
    • Jóhanna B Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
    • 3. Blikastað­ir-Korputún, veitu­lagn­ir202407140

      Óskað er heimildar bæjarráðs til að ganga til samninga við lægstbjóðanda í útboðinu, Blikastaðir - Korputún veitulagnir, með þeim fyrirvara að verktaki hafi uppfyllt öll skilyrði útboðsgagna.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að ganga til samn­inga við lægst­bjóð­anda, Kar­ina ehf. í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu, að því gefnu að skil­yrði út­boðs­gagna hafi ver­ið upp­fyllt.

      Vakin er at­hygli á því að sam­kvæmt 86. gr. laga um op­in­ber inn­kaup þarf að líða fimm daga bið­tími frá ákvörð­un um töku til­boðs til gerð­ar samn­ings. Heim­ilt er að skjóta ákvörð­un bæj­ar­ráðs til kær­u­nefnd­ar út­boðs­mála og er kæru­frest­ur sam­kvæmt 106. gr. laga um op­in­ber inn­kaup 20 dag­ar frá því að kær­anda var eða mátti vera kunn­ugt um fram­an­greinda ákvörð­un.

      Gestir
      • Jóhanna B Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
    • 4. Tíma­bund­in starf­semi Hlað­hamra í Þver­holti202503185

      Óskað er heimildar bæjarráðs vegna aukins rekstrarkostnaðar vegna flutninga leikskólans Hlaðhamra auk breytinga á ráðstöfun þegar áætlaðra fjárfestinga.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að rekstr­ar­kostn­að­ur leik­skól­ans Hlað­hamra vegna árs­ins 2025 auk­ist um 19 m.kr. frá sam­þykktri fjár­hags­áætlun vegna flutn­inga skól­ans í leigu­hús­næði við Þver­holt. Enn­frem­ur að ráð­stafa 10,9 m.kr. af þeg­ar áætl­uð­um fjár­fest­ing­ar­kostn­aði í mót­vægisað­gerð­ir og ástands­grein­ingu á skóla­hús­inu.

      Jafn­framt er fjár­mála- og áhættu­stýr­ing­ar­sviði fal­ið að meta hvort gera þurfi við­auka við fjár­hags­áætlun vegna auk­ins rekstr­ar­kostn­að­ar.

    • 5. Styrk­ir til greiðslu fast­eigna­skatts 2025202504052

      Styrkir til félaga og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts í Mosfellsbæ 2025.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að veita styrki til tveggja fé­laga og fé­laga­sam­taka í sam­ræmi við gild­andi regl­ur um styrki til greiðslu fast­eigna­skatts og til­lögu tóm-stunda­full­trúa. Þau fé­lög sem hljóta styrk á ár­inu 2025 eru Flug­klúbb­ur Mos­fells­bæj­ar og Skáta­fé­lag­ið Skjöld­ung­ur. Heild­ar­fjár­hæð styrkja er kr. 1.290.500.

    • 6. Ráðn­ing leik­skóla­stjóra leik­skól­ans Sum­ar­húsa202504089

      Tillaga um ráðningu leikskólastjóra leikskólans Sumarhúsa. *** Tillaga og gögn verða send á aðalfulltrúa í bæjarráði með signet.

      Lovísa Jóns­dótt­ir vék af fundi við af­greiðslu máls­ins *** Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fjór­um at­kvæð­um að Berg­lind Robert­son Grét­ars­dótt­ir verði ráð­in leik­skóla­stjóri leik­skól­ans Sum­ar­húsa. Jafn­framt sam­þykkt að ráðn­ing­in verði kynnt fyr­ir fræðslu­nefnd.

      Bæj­ar­ráð býð­ur Berg­lindi vel­komna til starfa hjá Mos­fells­bæ.

      Gestir
      • Ólöf Kristín Sívertsen, sviðsstjóri fræðslu og frístundar
      • 7. Berg­ið headspace - sam­starfs­samn­ing­ur202504176

        Samstarfssamningur við Bergið headspace lagður fram til kynningar.

        Sam­starfs­samn­ing­ur­inn lagð­ur fram og kynnt­ur.

        Bæj­ar­ráð lýs­ir yfir ánægju sinni með samn­ing­inn við Berg­ið - headspace sem er mik­il­væg­ur lið­ur í að­gerðaráætl­un­inni Börn­in okk­ar.

      • 8. Hús­næð­isáætlun 2025202409638

        Lögð eru fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar fyrir 2025, í samræmi við reglugerð um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga og stafrænt áætlanakerfi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

        Lögð er fram til kynn­ing­ar og af­greiðslu til­laga að hús­næð­isáætlun Mos­fells­bæj­ar fyr­ir 2025, í sam­ræmi við reglu­gerð um hús­næð­isáætlan­ir sveit­ar­fé­laga og sta­f­rænt áætlana­kerfi Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar. Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

        • 9. Frum­varp um breyt­ingu á lög­um um vernd­ar- og ork­u­nýt­ingaráætlun202504064

          Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis frumvarp til breytinga á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun, mál 268. Umsagnarfrestur er til og með 23. apríl nk.

          Lagt fram.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:10