Mál númer 202503185
- 10 month-3 2025
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1665
Óskað er heimildar bæjarráðs vegna aukins rekstrarkostnaðar vegna flutninga leikskólans Hlaðhamra auk breytinga á ráðstöfun þegar áætlaðra fjárfestinga.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að rekstrarkostnaður leikskólans Hlaðhamra vegna ársins 2025 aukist um 19 m.kr. frá samþykktri fjárhagsáætlun vegna flutninga skólans í leiguhúsnæði við Þverholt. Ennfremur að ráðstafa 10,9 m.kr. af þegar áætluðum fjárfestingarkostnaði í mótvægisaðgerðir og ástandsgreiningu á skólahúsinu.
Jafnframt er fjármála- og áhættustýringarsviði falið að meta hvort gera þurfi viðauka við fjárhagsáætlun vegna aukins rekstrarkostnaðar.