Mál númer 202504399
- 7. maí 2025
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #442
Tölulegar upplýsingar um innritun í leik- og grunnskóla haustið 2025 lagðar fram til upplýsinga
Tölulegar upplýsingar um innritun í leik- og grunnskóla haustið 2025 lagðar fram. Fræðslunefnd þakkar fyrir kynninguna en upplýsingagjöf um fjölda barna á leik- og grunnskólaaldri og úthlutun leikskólaplássa er til fyrirmyndar í meðfylgjandi gögnum. Alls er gert ráð fyrir að um 870 börn verði í leikskólum Mosfellsbæjar næsta vetur og um 1.830 grunnskólanemendur.