Mál númer 202401149
- 10. janúar 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #842
Viljayfirlýsing bæjarstjórnar um þátttöku í aðgerðum gegn verðbólgu.
Fundarhlé hófst kl. 16:55. Fundur hófst aftur kl. 17:30.
***
Eitt brýnasta hagsmunamál íslensks samfélags er að komið verði böndum á verðbólguna. Ljóst er að með samvinnu allra aðila á vinnumarkaði mun bestur árangur nást í þeirri baráttu. Eins og fram kom í umræðum um fjárhagsáætlun ársins 2024 mun Mosfellsbær ekki láta sitt eftir liggja í þeirri baráttu. Mikilvægt er að halda því til haga að Mosfellsbær er með lægstu leikskólagjöld og ódýrustu skólamáltíðir í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu.Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hvetur alla hagaðila til að taka þátt í þjóðarsátt. Enn fremur vill bæjarstjórn Mosfellsbæjar nú taka af allan vafa um að ef næst þjóðarsátt milli aðila vinnumarkaðarins, bæði á einka- og opinberum markaði, ríkis og sveitarfélaga, sem felur í sér tillögu um lækkun gjaldskráa sveitarfélaga þá mun Mosfellsbær ekki skorast undan þátttöku í þeim aðgerðum.