Mál númer 202211084
- 23. nóvember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #816
Erindi frá Umhverfisstofnun þar sem óskað er tilnefningar í vatnasvæðanefnd í samræmi við lög nr. 36/2011 um stjórn vatnamála.
Afgreiðsla 1557. fundar bæjarráðs samþykkt á 816. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 17. nóvember 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1557
Erindi frá Umhverfisstofnun þar sem óskað er tilnefningar í vatnasvæðanefnd í samræmi við lög nr. 36/2011 um stjórn vatnamála.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að tilnefna fyrir hönd Mosfellsbæjar Jóhönnu B. Hansen, framkvæmdastjóra umhverfissvið og Tómas G. Gíslason, umhverfisstjóra til vara. Þá er Örvar Jóhannesson, bæjarfulltrúi B lista tilnefndur sem fulltrúi umhverfisnefndar sveitarfélagsins.