Mál númer 202206503
- 29. júní 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #808
Tillaga um sumarleyfi bæjarstjórnar frá 30. júní til og með 16. ágúst 2022, með vísan til 14. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. og 8. gr. samþykkta um stjórn Mosfellsbæjar.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum með vísan til 14. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, samanber og 8. gr. samþykkta um stjórn Mosfellsbæjar, að fella niður reglulega fundi í sumarleyfi bæjarstjórnar frá 30. júní til og með 16. ágúst 2022. Fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir sumarleyfi er ráðgerður 17. ágúst nk.
Með vísan til 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga, samanber og 31. gr. samþykkta um stjórn Mosfellsbæjar, samþykkir bæjarstjórn að veita bæjarráði umboð til fullnaðarafgreiðslu mála á meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur.