Mál númer 202203003
- 9. mars 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #800
Fundargerð 907. fundar Stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
Bókun:
Bæjarfulltrúar í bæjarstjórn Mosfellsbæjar taka undir með stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi yfirlýsingu Evrópusamtaka sveitarfélaga, CEMR, um að evrópskir sveitarstjórnarmenn fordæmi brot á sjálfstæði og sjálfræði Úkraínu og lýsi yfir stuðningi og samstöðu með sveitarfélögum í Úkraínu og íbúum þeirra.***
Fundargerð 907. fundar Stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar á 800. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.