Mál númer 202108642
- 1. september 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #788
Tillaga um kjörstað og fjölda kjördeildar við kosningu til Alþingis 25. september 2021 ásamt tillögu um samþykki framlagðar kjörskrár.
Fyrir fundinum lá eintak af kjörskrá fyrir Mosfellsbæ vegna kosninga til Alþingis sem fram eiga að fara 25. september 2021. Á kjörskrá eru samtals 8.945 kjósendur. Bæjarstjórn staðfestir með vísan til 22. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000 kjörskrá Mosfellsbæjar. Kjörskráin skal auglýst og liggja frammi almenningi til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar frá 15. september til kjördags. Bæjarstjórn samþykkir að veita bæjarstjóra og lögmanni bæjarins í hans fjarveru fullnaðarumboð til að fjalla um athugasemdir, úrskurða um og gera breytingar á kjörskránni eftir atvikum fram að kjördegi.
Bæjarstjórn samþykkir jafnframt með vísan til 68. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000, tillögu um að kjörstaður vegna kosninga til Alþingis verði í Lágafellsskóla í átta kjördeildum.