Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 202108642

  • 1. september 2021

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #788

    Til­laga um kjör­stað og fjölda kjör­deild­ar við kosn­ingu til Al­þing­is 25. sept­em­ber 2021 ásamt til­lögu um sam­þykki fram­lagð­ar kjör­skrár.

    Fyr­ir fund­in­um lá ein­tak af kjörskrá fyr­ir Mos­fells­bæ vegna kosn­inga til Al­þing­is sem fram eiga að fara 25. sept­em­ber 2021. Á kjörskrá eru sam­tals 8.945 kjós­end­ur. Bæj­ar­stjórn stað­fest­ir með vís­an til 22. gr. laga um kosn­ing­ar til Al­þing­is nr. 24/2000 kjörskrá Mos­fells­bæj­ar. Kjör­skrá­in skal aug­lýst og liggja frammi al­menn­ingi til sýn­is í þjón­ustu­veri Mos­fells­bæj­ar frá 15. sept­em­ber til kjör­dags. Bæj­ar­stjórn sam­þykk­ir að veita bæj­ar­stjóra og lög­manni bæj­ar­ins í hans fjar­veru fulln­að­ar­um­boð til að fjalla um at­huga­semd­ir, úr­skurða um og gera breyt­ing­ar á kjör­skránni eft­ir at­vik­um fram að kjör­degi.

    Bæj­ar­stjórn sam­þykk­ir jafn­framt með vís­an til 68. gr. laga um kosn­ing­ar til Al­þing­is nr. 24/2000, til­lögu um að kjör­stað­ur vegna kosn­inga til Al­þing­is verði í Lága­fells­skóla í átta kjör­deild­um.