Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 202108214

  • 1. september 2021

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #788

    Lögð fyr­ir bæj­ar­ráð kynn­ing á fram­kvæmd­um í Mos­fells­bæ árið 2021.

    Af­greiðsla 1499. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 788. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 19. ágúst 2021

      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1499

      Lögð fyr­ir bæj­ar­ráð kynn­ing á fram­kvæmd­um í Mos­fells­bæ árið 2021.

      Bók­un M-lista
      Full­trúi Mið­flokks­ins í bæj­ar­ráði, Sveinn Ósk­ar Sig­urðs­son, vill árétta að áætluð ár­leg við­halds­þörf Lága­fells­skóla skv. fyr­ir­liggj­andi gögn­um und­ir þess­um dag­skrárlið, kr. 15 millj­óna á ára­bil­inu 2021 til og með 2024, nem­ur um 0,7% af fast­eigna­mati að­al­bygg­ing­ar skól­ans að Lækj­ar­hlíð 1, fast­anr. F2255325. Það er um­tals­vert und­ir því sem al­mennt er tal­ið hyggi­legt sé mið­að al­mennt við end­ing­ar­tíma fast­eigna á Ís­landi. Af­skrift­ar­tími ís­lenskra fast­eigna er tal­inn um eða rétt yfir 50 ár sé mið­að við al­menn­ar regl­ur op­in­berra að­ila hvað þetta varð­ar. Mik­il­vægt, svo tryggja megi við­halds­þörf eigna Mos­fells­bæj­ar, að bæj­ar­yf­ir­völd leggi fjár­magn í sér­stak­an við­halds­sjóð þeg­ar þarna vant­ar uppá svo við­hald hlað­ist ekki upp og fjár­magn tryggt komi til meira við­halds síð­ar. Til langs tíma má áætla, sé til­lit tek­ið til al­mennra reglna þar um, að ár­leg við­halds­þörf Lága­fells­skóla nemi allt að kr. 42 millj­ón­um ár­lega að með­al­tali m.t.t. fast­eigna­mat eign­ar­inn­ar. Þetta ætti að skoða í heild sinni hvað all­ar eign­ir Mos­fells­bæj­ar varð­ar, þ.m.t. gaml­ar lagn­ir í jörðu og ný­fjár­fest­ing­ar.

      Bók­un V- og D-lista
      Bók­un full­trúa M-lista virð­ist lýsa van­þekk­ingu á fjár­hags­áætlun sveit­ar­fé­lags­ins og fram­setn­ingu henn­ar. Fram­kvæmd­ir sem snúa að end­ur­bót­um og við­haldi á fast­eign­um bæj­ar­ins eru ann­ars veg­ar eign­færð­ar fram­kvæmd­ir sem koma fram í fjár­fest­inga­yf­ir­liti fjár­hags­áætl­un­ar og hins veg­ar við­halds­fram­kvæmd­ir sem koma fram í við­haldsáætlun eign­sjóðs. Bæj­ar­full­trú­inn virð­ist ekki átta sig á þessu. Við gerð fjár­hags­áætl­un­ar ligg­ur fyr­ir mat á við­halds­þörf fast­eigna bæj­ar­ins og er fjár­magni veitt í þær fram­kvæmd­ir ann­ars veg­ar sem eign­færð­ar fram­kvæmd­ir og hins veg­ar við­halds­fram­kvæmd­ir und­ir eigna­sjóði bæj­ar­ins (við­halds­sjóði). Til upp­lýs­ing­ar er á ár­inu 2021 gert ráð fyr­ir um 210 mkr. í við­halds­sjóð áris­ins þar af um 20 mkr. í Lága­fells­skóla auk þeirra 15 mkr. sem eru eign­færð­ar fram­kvæmd­ir við skól­ann.

      Bæj­ar­full­trú­ar V- og D-lista vilja þakka um­hverf­is­sviði fyr­ir gott yf­ir­lit og góða vinnu við fram­kvæmd­ir bæj­ar­ins sem eru í sögu­legu há­marki þessi miss­er­in.

      Bók­un M-lista
      Full­trúi Mið­flokks­ins í Mos­fells­bæ, Sveinn Ósk­ar Sig­urðs­son, vill enn og aft­ur ít­reka mik­il­vægi þess að öll við­halds­þörf bæj­ar­ins sé end­ur­met­in og lagt til hlið­ar fyr­ir við­haldi eigna bæj­ar­ins. Það er ekki að undra að full­trú­ar meiri­hlut­ans bregð­ist ókvæða við. Eig­ið fé Eigna­sjóðs Mos­fells­bæj­ar er nei­kvætt um tæpa 1,8 millj­arða (sbr. árs­reikn­ing 31. des­em­ber 2020) og ekki séð að þang­að hafi ver­ið ráð­stafað nægu fé til að tryggja að við­halds­þörf verði mætt með eig­in fé. Þrátt fyr­ir að af­skriftar­út­reikn­ing­ar Eigna­sjóðs séu í sam­ræmi við regl­ur er al­veg ljóst að í ná­inni fram­tíð verði bæj­ar­yf­ir­völd í Mos­fells­bæ að mæta við­haldi með auk­inni skuld­setn­ingu bæj­ar­ins. Upp­hróp­an­ir og inni­halds­laus­ar að­drótt­an­ir gagn­vart kjörn­um full­trú­um breyta engu þarna um. Langvar­andi slæl­eg­ur rekst­ur bæj­ar­fé­lags­ins er um að kenna.

      Bók­un V- og D-lista
      Gagn­bók­un bæj­ar­full­trúa M- lista er jafn full af rang­færsl­um og sú fyrri og stenst enga skoð­un og er ekki svara­verð.

      Gagn­bók­un­in und­ir­stik­ar van­þekk­ingu á stjórn­sýslu Mos­fells­bæj­ar þeg­ar kem­ur að fjár­fest­in­um og við­haldi.


      ***

      Jó­hanna B. Han­sen fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs kynnti yf­ir­lit yfir helstu fram­kvæmd­ir árs­ins 2021.