Mál númer 202108214
- 1. september 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #788
Lögð fyrir bæjarráð kynning á framkvæmdum í Mosfellsbæ árið 2021.
Afgreiðsla 1499. fundar bæjarráðs samþykkt á 788. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 19. ágúst 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1499
Lögð fyrir bæjarráð kynning á framkvæmdum í Mosfellsbæ árið 2021.
Bókun M-lista
Fulltrúi Miðflokksins í bæjarráði, Sveinn Óskar Sigurðsson, vill árétta að áætluð árleg viðhaldsþörf Lágafellsskóla skv. fyrirliggjandi gögnum undir þessum dagskrárlið, kr. 15 milljóna á árabilinu 2021 til og með 2024, nemur um 0,7% af fasteignamati aðalbyggingar skólans að Lækjarhlíð 1, fastanr. F2255325. Það er umtalsvert undir því sem almennt er talið hyggilegt sé miðað almennt við endingartíma fasteigna á Íslandi. Afskriftartími íslenskra fasteigna er talinn um eða rétt yfir 50 ár sé miðað við almennar reglur opinberra aðila hvað þetta varðar. Mikilvægt, svo tryggja megi viðhaldsþörf eigna Mosfellsbæjar, að bæjaryfirvöld leggi fjármagn í sérstakan viðhaldssjóð þegar þarna vantar uppá svo viðhald hlaðist ekki upp og fjármagn tryggt komi til meira viðhalds síðar. Til langs tíma má áætla, sé tillit tekið til almennra reglna þar um, að árleg viðhaldsþörf Lágafellsskóla nemi allt að kr. 42 milljónum árlega að meðaltali m.t.t. fasteignamat eignarinnar. Þetta ætti að skoða í heild sinni hvað allar eignir Mosfellsbæjar varðar, þ.m.t. gamlar lagnir í jörðu og nýfjárfestingar.Bókun V- og D-lista
Bókun fulltrúa M-lista virðist lýsa vanþekkingu á fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og framsetningu hennar. Framkvæmdir sem snúa að endurbótum og viðhaldi á fasteignum bæjarins eru annars vegar eignfærðar framkvæmdir sem koma fram í fjárfestingayfirliti fjárhagsáætlunar og hins vegar viðhaldsframkvæmdir sem koma fram í viðhaldsáætlun eignsjóðs. Bæjarfulltrúinn virðist ekki átta sig á þessu. Við gerð fjárhagsáætlunar liggur fyrir mat á viðhaldsþörf fasteigna bæjarins og er fjármagni veitt í þær framkvæmdir annars vegar sem eignfærðar framkvæmdir og hins vegar viðhaldsframkvæmdir undir eignasjóði bæjarins (viðhaldssjóði). Til upplýsingar er á árinu 2021 gert ráð fyrir um 210 mkr. í viðhaldssjóð árisins þar af um 20 mkr. í Lágafellsskóla auk þeirra 15 mkr. sem eru eignfærðar framkvæmdir við skólann.Bæjarfulltrúar V- og D-lista vilja þakka umhverfissviði fyrir gott yfirlit og góða vinnu við framkvæmdir bæjarins sem eru í sögulegu hámarki þessi misserin.
Bókun M-lista
Fulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ, Sveinn Óskar Sigurðsson, vill enn og aftur ítreka mikilvægi þess að öll viðhaldsþörf bæjarins sé endurmetin og lagt til hliðar fyrir viðhaldi eigna bæjarins. Það er ekki að undra að fulltrúar meirihlutans bregðist ókvæða við. Eigið fé Eignasjóðs Mosfellsbæjar er neikvætt um tæpa 1,8 milljarða (sbr. ársreikning 31. desember 2020) og ekki séð að þangað hafi verið ráðstafað nægu fé til að tryggja að viðhaldsþörf verði mætt með eigin fé. Þrátt fyrir að afskriftarútreikningar Eignasjóðs séu í samræmi við reglur er alveg ljóst að í náinni framtíð verði bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ að mæta viðhaldi með aukinni skuldsetningu bæjarins. Upphrópanir og innihaldslausar aðdróttanir gagnvart kjörnum fulltrúum breyta engu þarna um. Langvarandi slælegur rekstur bæjarfélagsins er um að kenna.Bókun V- og D-lista
Gagnbókun bæjarfulltrúa M- lista er jafn full af rangfærslum og sú fyrri og stenst enga skoðun og er ekki svaraverð.Gagnbókunin undirstikar vanþekkingu á stjórnsýslu Mosfellsbæjar þegar kemur að fjárfestinum og viðhaldi.
***Jóhanna B. Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs kynnti yfirlit yfir helstu framkvæmdir ársins 2021.