Mál númer 202104027F
- 5. maí 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #782
Bókun M-lista
Fulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ áréttar athugasemdir Gunnlaugs Johnson arkitekt FÍA, sbr. umsagnir sem liggja fyrir í þessu máli, þess efnis að í þessu skipulagi verði tryggt að næg birta sé í íbúðum fyrir eldri borgara sem dvelja langdvölum í húseignum sínum. Mikilvægt er að tryggt verði að húsnæðið sé ekki heilsuspillandi hvað þetta varðar og litið til birtustigs allt árið um kring.Bókun V- og D-lista
Athugasemdir við breytingu á deiliskipulagi í Bjarkarholti sem bárust verða teknar til skoðunar og greiningar á umhverfissviði Mosfellsbæjar.
Að þeirri vinnu lokinni mun skipulagsnefnd fá málið til sín að nýju tl umfjöllunar og afgreiðslu***
Fundargerð 541. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 782. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.