Mál númer 202103653
- 7. apríl 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #780
Fundargerð 337. fundar Strætó bs. lögð fram til kynningar.
Bókun fulltrúa M-lista
Fulltrúi Miðflokksins hefur engan aðgang að áhættustýringarskjali sem kynnt var á 337. fundi Strætó undir 1. dagskrárlið þess fundar. Sama má segja um svokallað árangursmat Strætó sem heyrir undir 2. dagskrárlið fundarins. Að auki er tilgreint í 3. dagskrárlið að fresta eigi ársfundi Strætó 2021 til ,,haustsins?. Öðrum aðilum virðist takast að halda bæði aðal- og ársfundi þrátt fyrir ýmsa erfiðleika. Má lesa mjög alvarlega stöðu í 3.dl. 896. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem finna má ákall til ríkisstjórnar Íslands um að bjarga Strætó. Bæjarstjóra er bent á, svo vísað sé til orða hans undir þessum dagskrárlið, að ferjusiglingar eru hluti af vegakerfinu en ekki almenningssamgöngur. Hvernig eiga fulltrúar bæjarins að hafa eftirlit með byggðarsamlögum í kröggum fylgi engin gögn um stöðu þeirra inn á fundi borgar- og bæjarstjórna.***
Fundargerð 337. fundar Strætó bs. lögð fram til kynningar á 780. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.