Mál númer 202103289
- 24. mars 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #779
Fundargerð 99. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar.
Bókun M lista
Bent er á að bæjarfulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ samþykki ekki fundargerðina 98. fundar nefndarinnar á þessum fundi og lagði fram svohljóðandi bókun: „Á 98 fundi svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins undir 3. dagskrárlið er afgreidd þróunaráætlun fyrir höfuðborgarsvæðið án aðkomu fulltrúa Reykjavíkurborgar í nefndinni sbr. fundargerðina sjálfa. Sé vísað í 4. ml., 1. greinar starfsreglna fyrir svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins segir: ,,Varamenn eru ekki tilnefndir, en við samþykkt tillagna og afgreiðslu mála sem koma til umfjöllunar nefndarinnar skal þess gætt að a.m.k. einn fulltrúi hvers sveitarfélags hafi tækifæri til að greiða atkvæði.". Ekki er séð að þessu hafi verið gætt við afgreiðslu við ofangreint mál á síðasta fundi. Þess vegna telur fulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ brýnt að málið sé tekið upp á ný innan nefndarinnar. Að því sögðu getur fulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ ekki samþykkt fundargerðina.“ Því ber að vísa málinu á ný til svæðisskipulagsnefndarinnar til afgreiðslu.Fundargerð 99. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar á 779. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.