Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 202103289

  • 24. mars 2021

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #779

    Fund­ar­gerð 99. fund­ar Svæð­is­skipu­lags­nefnd­ar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins lögð fram til kynn­ing­ar.

    Bók­un M lista
    Bent er á að bæj­ar­full­trúi Mið­flokks­ins í Mos­fells­bæ sam­þykki ekki fund­ar­gerð­ina 98. fund­ar nefnd­ar­inn­ar á þess­um fundi og lagði fram svohljóð­andi bók­un: „Á 98 fundi svæð­is­skipu­lags­nefnd­ar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins und­ir 3. dag­skrárlið er af­greidd þró­un­ar­áætlun fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið án að­komu full­trúa Reykja­vík­ur­borg­ar í nefnd­inni sbr. fund­ar­gerð­ina sjálfa. Sé vísað í 4. ml., 1. grein­ar starfs­reglna fyr­ir svæð­is­skipu­lags­nefnd höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins seg­ir: ,,Vara­menn eru ekki til­nefnd­ir, en við sam­þykkt til­lagna og af­greiðslu mála sem koma til um­fjöll­un­ar nefnd­ar­inn­ar skal þess gætt að a.m.k. einn full­trúi hvers sveit­ar­fé­lags hafi tæki­færi til að greiða at­kvæði.". Ekki er séð að þessu hafi ver­ið gætt við af­greiðslu við of­an­greint mál á síð­asta fundi. Þess vegna tel­ur full­trúi Mið­flokks­ins í Mos­fells­bæ brýnt að mál­ið sé tek­ið upp á ný inn­an nefnd­ar­inn­ar. Að því sögðu get­ur full­trúi Mið­flokks­ins í Mos­fells­bæ ekki sam­þykkt fund­ar­gerð­ina.“ Því ber að vísa mál­inu á ný til svæð­is­skipu­lags­nefnd­ar­inn­ar til af­greiðslu.

    Fund­ar­gerð 99. fund­ar Svæð­is­skipu­lags­nefnd­ar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins lögð fram til kynn­ing­ar á 779. fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar.