Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 202102022F

  • 24. febrúar 2021

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #777

    Til­laga S lista.
    Bæj­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar legg­ur til að lagt verði mat á þörf íbúa Mos­fells­bæj­ar fyr­ir ör­yggis­íbúð­ir á næstu 10 - 15 árum. Þá verði einn­ig lagt mat á þær breyt­ing­ar sem um­rædd fjölg­un ör­yggis­íbúða, um allt að 250 ef áætlan­ir um­sækj­enda ganga eft­ir, muni hafa á upp­bygg­ingu og fram­boð fé­lags­þjón­ustu í bæn­um.

    Fram kom máls­með­ferð­ar­til­laga frá Har­aldi Sverris­syni þar sem lagt er til að til­lög­ur bæj­ar­full­trúa S lista verði vísað til um­sagn­ar fram­kvæmda­sjóra fjöl­skyldu­svið og að um­sögn­in verði send til bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar. Máls­með­ferð­ar­til­lag­an sam­þykkt með sex at­kvæð­um, þrír bæj­ar­full­trú­ar sátu hjá

    Bók­un V og D lista
    Bæj­ar­full­trú­ar D- og V-lista fagna þeim upp­bygg­ingaráform­um í Bjark­ar­holti sem í und­ir­bún­ingi eru, í sam­starfi við Eir og fleiri að­ila, og ætluð eru fyr­ir eldri borg­ara og þar á með­al nýrra ör­ygg­is- og þjón­ustu­íbúða. Bæj­ar­full­trú­ar D- og V-lista telja að heild­stæð upp­bygg­ing á öllu svæð­inu að Bjark­ar­holti 1-5 sé til góða fyr­ir svæð­ið og taka því und­ir fyr­ir­vara í sam­þykkt skipu­lags­nefnd­ar um að deil­skipu­lags­breyt­ing­in verði ekki end­an­lega af­greidd fyrr en fyr­ir ligg­ur sam­komulag að­ila um heild­stæða upp­bygg­inu á svæð­inu öllu í sam­ræmi við þeg­ar kynnt áform.

    ***

    Fund­ar­gerð 533. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 777. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.