Mál númer 202102022F
- 24. febrúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #777
Tillaga S lista.
Bæjarfulltrúi Samfylkingar leggur til að lagt verði mat á þörf íbúa Mosfellsbæjar fyrir öryggisíbúðir á næstu 10 - 15 árum. Þá verði einnig lagt mat á þær breytingar sem umrædd fjölgun öryggisíbúða, um allt að 250 ef áætlanir umsækjenda ganga eftir, muni hafa á uppbyggingu og framboð félagsþjónustu í bænum.Fram kom málsmeðferðartillaga frá Haraldi Sverrissyni þar sem lagt er til að tillögur bæjarfulltrúa S lista verði vísað til umsagnar framkvæmdasjóra fjölskyldusvið og að umsögnin verði send til bæjarráðs Mosfellsbæjar. Málsmeðferðartillagan samþykkt með sex atkvæðum, þrír bæjarfulltrúar sátu hjá
Bókun V og D lista
Bæjarfulltrúar D- og V-lista fagna þeim uppbyggingaráformum í Bjarkarholti sem í undirbúningi eru, í samstarfi við Eir og fleiri aðila, og ætluð eru fyrir eldri borgara og þar á meðal nýrra öryggis- og þjónustuíbúða. Bæjarfulltrúar D- og V-lista telja að heildstæð uppbygging á öllu svæðinu að Bjarkarholti 1-5 sé til góða fyrir svæðið og taka því undir fyrirvara í samþykkt skipulagsnefndar um að deilskipulagsbreytingin verði ekki endanlega afgreidd fyrr en fyrir liggur samkomulag aðila um heildstæða uppbygginu á svæðinu öllu í samræmi við þegar kynnt áform.***
Fundargerð 533. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 777. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.