Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 202102021F

  • 24. febrúar 2021

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #777

    Bók­un M-lista

    Rétt er að leita allra leiða til að gæta hags­muna íbúa Mos­fells­bæj­ar. Á fundi í svæð­is­skipu­lags­nefnd SSH 2. mars 2018 gerði þá­ver­andi full­trúi Mos­fells­bæj­ar þar eng­ar at­huga­semd­ir, und­ir 5. dag­skrárlið á 82. fundi nefnd­ar­inn­ar, við verk­lýs­ingu í tengsl­um við að­al­skipu­lag Reykja­vík­ur er heim­il­aði m.a. þunga­iðn­að á Esju­mel­um. Af­staða bæj­ar­full­trúa er sú til þessa máls er að víða hafi ver­ið pott­ur brot­inn í ferli þessa máls sem rekja má til síð­asta kjör­tíma­bils. Það er mjög mið­ur.

    Bók­un V og D lista

    Að­al­skipu­lags­breyt­ing á Esju­mel­um var aldrei kynnt í Svæð­is­skipu­lags­nefnd SSH. Þess vegna gat Mos­fells­bær ekki gert at­huga­semd­ir við með­ferð máls­ins í Svæð­is­skipu­lags­nefnd.
    Mos­fells­bær hef­ur leitað allra leiða til þess að mót­mæla þess­ari breyt­ingu á skipu­lagi á Esju­mel­um m.a. kært Reykja­vik­ur­borg og kvartað til um­boðs­manns Al­þing­is, og því er ekki rétt að það sé brota­löm á með­ferð máls­ins af hálfu Mos­fells­bæj­ar.


    ***

    Fund­ar­gerð 1477. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram til af­greiðslu á 777. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.