Mál númer 202102021F
- 24. febrúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #777
Bókun M-lista
Rétt er að leita allra leiða til að gæta hagsmuna íbúa Mosfellsbæjar. Á fundi í svæðisskipulagsnefnd SSH 2. mars 2018 gerði þáverandi fulltrúi Mosfellsbæjar þar engar athugasemdir, undir 5. dagskrárlið á 82. fundi nefndarinnar, við verklýsingu í tengslum við aðalskipulag Reykjavíkur er heimilaði m.a. þungaiðnað á Esjumelum. Afstaða bæjarfulltrúa er sú til þessa máls er að víða hafi verið pottur brotinn í ferli þessa máls sem rekja má til síðasta kjörtímabils. Það er mjög miður.Bókun V og D lista
Aðalskipulagsbreyting á Esjumelum var aldrei kynnt í Svæðisskipulagsnefnd SSH. Þess vegna gat Mosfellsbær ekki gert athugasemdir við meðferð málsins í Svæðisskipulagsnefnd.
Mosfellsbær hefur leitað allra leiða til þess að mótmæla þessari breytingu á skipulagi á Esjumelum m.a. kært Reykjavikurborg og kvartað til umboðsmanns Alþingis, og því er ekki rétt að það sé brotalöm á meðferð málsins af hálfu Mosfellsbæjar.
***Fundargerð 1477. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 777. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.