Mál númer 202101038F
- 10. febrúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #776
Bókun M-lista
Fulltrúi Miðflokksins vill árétta að ekki var leitað til kennara við gerð þessa ytra mats sem liggur til grundvallar því að skipta Varmárskóla upp í tvo skóla. Í samantekt skýrslu Menntamálastofnunar og ytra mats á Varmárskóla frá 2019 segir m.a. um ,,tækifæri til umbóta í stjórnun og faglegri forystu“: ,,Gæta þarf þess að allir hagsmunaaðilar skólasamfélagsins hafi rödd og komi að samstarfi og ákvörðunartöku í skólasamfélaginu í samræmi við lög og reglugerðir.“ Í skýrslu Menntamálaráðuneytisins frá 2010 segir m.a.: ,,Góð leið er að unnið verði að úrbótum í húsnæðismálum með tengibyggingu milli skólahúsanna en þá fyrst verður hægt að tala um að sameiningu skólanna tveggja sé lokið þegar öll starfsemi Varmárskóla er komin undir eitt þak.“. Ekki hefur verið farið að þessum ábendingum, það er miður. Sökum þessa situr fulltrúi Miðflokksins hjá.***
Fundargerð 1475. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 776. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.