Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 202101038F

  • 10. febrúar 2021

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #776

    Bók­un M-lista
    Full­trúi Mið­flokks­ins vill árétta að ekki var leitað til kenn­ara við gerð þessa ytra mats sem ligg­ur til grund­vall­ar því að skipta Varmár­skóla upp í tvo skóla. Í sam­an­tekt skýrslu Mennta­mála­stofn­un­ar og ytra mats á Varmár­skóla frá 2019 seg­ir m.a. um ,,tæki­færi til um­bóta í stjórn­un og fag­legri for­ystu“: ,,Gæta þarf þess að all­ir hags­muna­að­il­ar skóla­sam­fé­lags­ins hafi rödd og komi að sam­starfi og ákvörð­un­ar­töku í skóla­sam­fé­lag­inu í sam­ræmi við lög og reglu­gerð­ir.“ Í skýrslu Mennta­mála­ráðu­neyt­is­ins frá 2010 seg­ir m.a.: ,,Góð leið er að unn­ið verði að úr­bót­um í hús­næð­is­mál­um með tengi­bygg­ingu milli skóla­hús­anna en þá fyrst verð­ur hægt að tala um að sam­ein­ingu skól­anna tveggja sé lok­ið þeg­ar öll starf­semi Varmár­skóla er komin und­ir eitt þak.“. Ekki hef­ur ver­ið far­ið að þess­um ábend­ing­um, það er mið­ur. Sök­um þessa sit­ur full­trúi Mið­flokks­ins hjá.

    ***

    Fund­ar­gerð 1475. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram til af­greiðslu á 776. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.