Mál númer 202005278
- 27. maí 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #762
Fundargerð 53. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis
Fundargerð 53. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósasvæðis lögð fram á 762. fundi bæjarstjórnar.
Tillaga D- og V- lista:
Samkvæmt minnisblaði lögmanns Mosfellsbæjar verður ekki annað séð en að verulegir annmarkar séu á framkvæmd fundar nr. 53 í Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis. Á það við um boðun fundarins, framlagningu gagna og fundarstjórn. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur áhyggur af framgangi mála í nefndinni því svo virðist sem ákvæði stjórnsýslulaga um starfsemi stjórnsýslunefnda séu ekki virtar í starfsemi Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis. Því felur bæjarstjórn bæjarstjóra að koma áhyggjum þessum á framfæri við ráðuneyti umhverfis- og auðlindamála. Jafnframt er bæjarstjóra falið að upplýsa bæjarstjórn Seltjarnarnes og hreppsnefnd Kjósarhrepps um þessa stöðu mála.Tillagan var borin undir atkvæði. Tillagan var samþykkt með fimm atkvæðum. Fulltrúar C-, L-, M- og S-lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
Bókun C-, L- og S-lista
Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingar og Vina Mosfellsbæjar í bæjarstjórn Mosfellsbæjar telja eðlilegri málsmeðferð að fulltrúi Mosfellsbæjar í Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis snúi sér sjálfur til ráðuneytisins og leggj fram kvörtun í ljósi þess að nefndin er sjálfstætt stjórnvald og ekki á forræði bæjarstjórnar.
Tekið er undir að verulegir annmarkar virðast vera á framkvæmd fundar nr. 53 í Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis og boðun fundarins sem og framlagningu gagna og fundarstjórn hafi verið verulega ábótavant.- FylgiskjalFundargerð 53. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis.pdfFylgiskjalAsbest úttekt Mosfellsbær 2019-2020.pdfFylgiskjal20200519 Umsögn Heilbrigðisnefndar til UAR.pdfFylgiskjalLexLögmannstofaReikningur2020_04_30.pdfFylgiskjalMinnisblað um skimun.pdfFylgiskjalUMH20040040 Bréf frá Mosfellsbæ.pdfFylgiskjalumh20040040 Bréf frá Seltjarnarnessbæ.pdfFylgiskjalUMH20040040 Kjósarsvæði óskað eftir áliti heilbrigðisnefndar undirritað.pdfFylgiskjalFundargerð 53 fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis.pdfFylgiskjal2020 05 26 Minnisblað um framkvæmd fundar f bæjarstjórn.pdf