Mál númer 201912323
- 22. janúar 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #752
Fundargerð 49. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis
Fundargerð 49. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis lögð fram til kynningar á 752. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
***
Undir fundarlið 4 er samþykkt svofelld bókun með 8 atkvæðum:
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar telur heilbrigðisnefnd ekki hafa heimild til að setja sér sjálf samþykkt nema að því afmarkaða leiti sem mælt er fyrir um í 2. mgr. 48. gr. laga nr. 7/1998 (varðar framsal á valdi heilbrigðisnefndar til heilbrigðiseftirlits og/eða tiltekinna heilbrigðisfulltrúa) án þess að samþykktin sé fyrst borin undir sveitarstjórnir hlutaðeigandi sveitarfélaga. Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis hafi því farið út fyrir valdsvið sitt með samþykkt og auglýsingu fyrirliggjandi samþykktar án þess að samþykktin væri fyrst borin undir sveitarstjórnir hlutaðeigandi sveitarfélaga. Á það sérstaklega við varðandi ákvæði um skipan nefndarinnar en hún er lögum samkvæmt á forræði sveitarstjórna hlutaðeigandi sveitarfélaga .
***
Samþykkt með 8 atkvæðum að fela lögmanni Mosfellsbæjar að semja drög að samþykkt um heilbrigðiseftirlit á Kjósarsvæði og eftir atvikum tillögur að nauðsynlegum breytingum á samstarfssamningi hlutaðeigandi sveitarfélaga. Drögin verði send heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis og til sveitarstjórna hlutaðeigandi sveitarfélaga til umfjöllunar og afgreiðslu.
***
Bókun M- lista:
Fulltrúi M-lista situr hjá varðandi þessa tillögu og bókun enda ekki fyrirliggjandi það samkomulag, sem fullyrt er að hafi verið gert munnlega á milli hlutaðeigandi sveitarfélaga, varðandi skiptingu sæta í Heilbrigðisnefnd Kjósasvæðis. Kosið var í Heilbrigðisnefnd Kjósasvæðis eftir síðastliðnar sveitastjórnarkosningar. Ekki hefur verið gerð athugasemd við það fyrr en nú. Mikilvægt er að Mosfellsbær fái þann fjölda fulltrúa sem miðast við fjölda íbúa í viðkomandi sveitarfélögum. Heilbrigðiseftirlit Kjósasvæðis er sjálfstæð í störfum sínum lögum samkvæmt.- FylgiskjalFundargerð 49. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis.pdfFylgiskjalFundargerð 49 fundar Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis.pdfFylgiskjalRE: Fundargerð heilbrigðisnefndar leiðrétt.pdfFylgiskjal128_fundargerð 2019_04_09_Framkvæmdastjórn um vatnverndarsvæði.pdfFylgiskjalFrístundabyggð - Áhættumat vegna atvika sem geta leitt til umhverfismengunar á vatnsverndarsvæði-C.pdfFylgiskjalISOR_19065_Efnasamsetning_Laxnesdy_2019.pdfFylgiskjalKjósarhreppur Hvammsvík umsögn.pdfFylgiskjalMosfellsbær deiliskipulagslýsing Selvatn umsögn.pdfFylgiskjalMosfellsbær deiliskipulagslýsing Hamraborg umsögn.pdfFylgiskjalRusl í Bakkavík-niðurstöður vöktunar.pdfFylgiskjalSamþykkt um Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis_til stjórnartíðinda.pdf