Mál númer 201908841
- 2. október 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #746
Ungt fólk 2019 niðurstöður - skólaskýrslur Mosfellsbær
Bæjarfulltrúi S lista leggur fram þá tillögu að fræðslunefnd taki könnunina aftur inn til nefndarinnar til umræðu og afgreiðslu á hefðbundnum nefndarfundi og fái rannsakara til fundar við sig til að ræða niðurstöðurnar nánar og viðbrögð við þeim sem og hvernig nefndin hyggst fylgja eftir og styðja við skólana í úrvinnslu og viðbrögðum við könnuninni og sinna þannig eftirlitsskyldu sinni.
Bæjarstjóri leggur til málsmeðferðartillögu um að tillaga bæjarfulltrúa S lista verði send fræðslunefnd til afgreiðslu. Málsmeðferðartillagan er samþykkt með 9 atkvæðum.
Bókun D og V lista: Ástæða þessarar málsmeðferðartillögu er sú að málið er enn til meðferðar hjá fræðslunefnd.
Afgreiðsla 367. fundar fræðslunefndar samþykkt á 746. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum. - 25. september 2019
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #367
Ungt fólk 2019 niðurstöður - skólaskýrslur Mosfellsbær
Kynning frá Rannsókn og greiningu um hagi og líðan nemenda í 5. - 7. bekk. Niðurstöður verða sendar á skólana og verða þær birtar á heimasíðum og kynntar foreldrum og starfsfólki enn frekar.