Mál númer 201908017F
- 4. september 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #744
Fundargerð 1409. fundar bæjarráðs samþykkt á 744. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Í upphafi fyrirtöku fundargerðar bæjarráðs nr. 1409 lagði forseti fram málsmeðferðartillögu.
Lagt er til að breytingartillögu L og M llista, sem fylgdi útsendri dagskrá, varðandi ósk félagsmálaráðherra um móttöku flóttafólks árið 2019 verði vísað frá án umræðu þar sem málið liggur nú fyrir dagskrá 1411. fundar bæjarráðs.
Málsmeðferðartillagan er samþykkt með fimm atkvæðum V- og D-lista. Fulltrúar M-, L- og C-lista greiddu atkvæði gegn tillögunni. Fulltrúi S-lista sat hjá.