Mál númer 201904029F
- 15. maí 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #739
Bókun fulltrúa M lista
Mikilvægt að lokadrög verksamninga liggi alltaf fyrir bæjarráði áður en þeir eru undirritaðir. Sé um trúnaðarmál að ræða er sjálfsagt að það verði tekið fram þegar þar að kemur. Það að fulltrúar bæjarráðs og eftir atvikum bæjarstjórnar samþykki samninga blindandi er afar óhepplegt verklag þó svo að það hafi tíðkast áður. Umboð það sem gefið var er of vítt skv. samþykktum meirihluta bæjarráðs.Bókun fulltrúa V- og D-lista
Verksamningsdrög á grunni útboðsgagna liggja fyrir ásamt öllum tilboðstölum. Fulltrúar V og D lista telja rétt að veita umhverfissviði heimild til að ljúka málinu.Bókun fulltrúa M-lista
Fulltrúi Miðflokksins fékk ekki að ræða fundarstjórn forseta og forseti bannaði honum það eftir að bæjarstjóri hafði rangt eftir í tilvituni í ræðu fulltrúa Miðflokksins undir þessum lið. Til áréttingar lýsti fulltrúi Miðflokksins sýn sinni, ekki pólitískri sýn eða skoðunum, hvernig ríkið stefnir áfram með málefni fatlaðra og eldri borgara þar sem sveitarfélögum verður væntanlega gert að nýta skattstofna sína til að dekka hluta þess kostnaðar sem varðar þessa tvo mikilvægu málaflokka.Fundargerð 1397. fundar bæjarráðs lögð samþykkt á 739. fundi bæjarstjórnar. Afgreiðsla á lið 8 samþykkt með 8 atkvæðum. Fulltrúi M-lista sat hjá.